Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 36

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 36
36 GLÓÐAFEYKIR kennslu. Um þetta náðist lengi vel ekki samstaða. Fóru fram mikil fundahöld um málið og all-hörð átök. Smárn saman náði heirna- vistarskólahugmyndin þó yfirhöndinni, skólinn komst upp og með hann er nú almenn ánægja. Nú, annað, já ég vil segja stórfyrirtæki, miðað við stærð og fjöl- menni sveitarinnar, var svo smíði steyptrar bátabryggju í Hagaues- vík. Hún kostaði stórfé, en var bráðnauðsynleg framkvæmd og auð- veldaði mjög það, sem alltaf hafði verið miklum erfiðleikum bund- ið: að koma vörum að sér og frá. Við bryggjuna gátu lagzt 20 tonna skip og uppskipunarbátar. Enn má kannski nefna, að við höfum komið okkur upp stein- steyptri fjárrétt fyrir hreppinn, og er hún hjá Minni-Reykjum. Um árabil hefur hreppurinn lánað fé til þjóðvega og sýsluvega í því skyni að hraða framkvæmdum við lagningu þeirra. Undanfarið h()fum við safnað fé til byggingar fullkominnar sundlaugar á Barði ogsér nú fyrir endann á því máli. Baráttan fyrir þessum framkvæmd- um og sá árangur, sem hún hefur borið, er nú ánægjulegri þáttur- inu í sveitarstjórnarstörfunum. En það, sem mér fannst leiðinlegast og raunar örðugast að fást við, var ómagaframfærið. Sá siður hafði löngum ríkt, hér sem annars staðar, að ómagarnir voru raunverulega „boðnir upp“, þannig, að þeim var ráðstafað til þeirra, sem lægsts meðlags kröfðust, án tillits til þess, hvernig um þessa vesalinga fór. Við reyndum smátt og smátt að afnema þessa óhæfu. Vildum leggja meira upp úr aðbúðinni en kostnaðinum. Auðvitað feugum við skammir fyrir þetta til að byrja með, en svo jókst mönnum smám saman svo víðsýni, að þeir féllust á réttmæti þessa sjónarmiðs. Fyrrum voru Fljótin eitt hreppsfélag. Síðar var þeim skipt í tvö: Haganes- og Holtshrepp, og hafði það verið gert áður en ég flutti í Mó. Fyrst um sinn var hins vegar haldinn, á hverju ári, sameigin- legur fundur hreppsnefnda beggja hreppanna og þar rædd sameigin- leg mál þeirra. Á þessum árum voru þeir Guðmundur á Hraunum og Jón í Tungu mestir ráðamenn í Holtshreppi. Þeir tóku mér báðir vel. En mér fannst þeir dálítið afturhaldssamir, svona á gamla og góða vísu. Báðir bjuggu þeir á höfuðbólum. Tunga var orðlögð hey- skaparjörð og Hraunum fylgdu mikil og verðmæt hlunnindi. Eitt sinn er verið var að hæla Hraunum, m. a. fyrir hlunnindi og land- gæði, sagði Guðmundur: „Já, það þarf alveg sérstaka lagni til þess að tapa á Hraunum, en það tókst mér.“ — Þegar þú minnist á Tungu, }rá verður mér hugsað til Stíflunn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.