Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 53

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 53
GLÓÐAFEYKIR 53 bæ á Rangárvöllum. Réðst kennari að Flólaskóla haustið 1963, en átti þá skammt eftir ólifað. „Stefán Jónsson gleymdist ei þeim, sem þekktn hann. Svipfar hans var mikilúðlegt og bar svipmót ættar hans. Hann var gáfaður, í senn viðkvæmur í lund og skapríkur, en þó stilltur vel, enda karlmenni. Hann var hægur í viðmóti, seintekinn í viðkynningu, óáleitinn, orðvar, einlægur drengskaparmaður, hlýr og traustur vinur vina sinna, einbeittur í skoðunum og lét lítt hlut sinn. Hann þoldi ekki kauðaskap og smámunasemi. Stefán var frábær kennari eigi síður en frændi hans, Pálmi Hannesson rektor, elskaður og virtur af nem- endum sínum og samkennurum. Það var mikið áfall fyrir Bænda- skólann á Hvanneyri og sérstaklega framhaldsdeildina, er Stefán hætti þar störfum. Unnendur Hólaskóla hrósuðu happi, er Stefán gaf kost á því að taka að sér kennslu á Hólum á sl. hausti. Þeir vissu, að þar fengi hinn nýráðni skólastjóri öruggan samstarfsmann, sem þegar hafði getið sér orðstír sem ágætur skólamaður. En Hólar fengu því miður ekki lengi notið starfskrafta hans.“ Svo mælir dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, í skrumlausri minningargxein um Stefán í Tímanum 13. okt. 1964. Og enn segir dr. Halldór: „Einn merkasti þáttur í ævistarfi Stefáns Jónssonar, sem lengi mun minnzt, er hrossaræktarstarf hans í Kirkjubæ á Rangárvöllum. Stefán var ágætur hestamaður eins og faðir hans og frændur margir. Hann hafði yndi af og næmt auga fagurkerans fyxir öllu búfé. Eg gleymi aldrei geislandi augnaráði Stefáns og brosinu, sem lék um stórskorið andlit hans, svo að sléttist úr öllum hrukkum, þegar hann horfði með athygli á fagurt tryppi og sá í auga þess og líkamsbygg- ingu kosti gæðingsins. . . .“ „Það mun fátítt að nokkur leggi jafn- mikið á sig f)TÍr hugsjón sína og Stefán gerði, er hann snauður af \eraldarauði yfirgaf allgott embætti og keypti Kirkjubæjarbúið við fráfall Eggerts bróður síns og settist þar að. Eggert hafði komið þar á stofn búi til að rækta norðlenzka hrossastofninn. Ekki gat verið vim hagnaðarvon að ræða a. m. k. fyrstu árin; en Stefán elskaði ís- lenzka hestinn, ekki sízt skagfirzka stofninn, sem hann hafði haft svo náin kynni af á æskuárum. Hann var ekki ánægður með hvert stefndi í hrossarækt landsmanna. Honum fannst of lítið gert að því að hreinrækta ákveðna stofna eða viðhalda þeim óblönduðum, en of mikið hallazt að blöndun hinna ólíkustu stofna og einstakl- inga. . . .“ „Stefán tók npp merkið, er Eggert bróðir hans féll, og hefur helgað hrossaræktarstarfinu síðustu níu ár ævi sinnar. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.