Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 4
4
GLOÐAFEYKIR
var. Hygg ég hann hafa staðið flestum lengur framarlega í s\eit
þeirra manna, er til forystu hafa valizt í samvinnumálum á landi
hér. Hann var deildarstjóri Seyludeildar Kaupfélags Skagfirðinga
1928—1938, kosinn í stjóm félagsins 1937 og æ síðan, fonnaður
félagsstjórnar frá vordögum 1938 óslitið til æviloka. Mun enginn
maður innan samvinnultreyfingarinnar hafa gegnt slíku tmnaðar-
starfi jafn lengi og sýnir gerla, hvílíkt traust var til lians borið.
Reyndist og starf hans allt í þágu Kaupfélags Skagfirðinga frábær-
lega farsælt; naut þar í ríkum rnæli framsýni hans og félagsþroska,
íhygli hans og rólegrar athugunar, sem aldrei lét glepjast né haggast
fyrir golþyt annarlegra veðrabrigða. þótt stundum riðu yfir.
Tobías í Geldingaholti var skapfestumaður, prúður í háttum,
ljúfur í umgengni og samvinnnþýður, eigi málskrafsmaður, en orð-
stilltur og öfgalaus. Hann var framsækinn raunsæismaðnr, skildi
til hlítar hugsjón og gildi samvinnustefnunnar, sem í eðli sínu mið-
ar jafnt til mannbóta og hagsbóta. Hann vann í áratugi að gengi
Kaupfélags Skagfirðinga af framsýni og festu og fullkominni óeigin-
girni, vildi veg félags og félagsmanna sem mestan í hverjum hlut.
Hann átti, sem t'ænta má, mjög náið samstarf við Svein Guðmunds-
son, fyrrverandi kaupfélagsstjóra, í meir en fjórðnng aldar. Er mér
það vel kunnugt, að Sveinn mat Tobías umfram aðra menn flesta.
Tobías var kvæntur Kristínu Gunnlaugsdóttur frá Bakka í
Hólmi, mikilli myndarkonu og frábærri að allri atorku. Lifir hún
mann sinn ásamt með 6 börnum þeirra hjóna, tveim dætrum og
fjórum sonum.
Tobías Sigurjónsson er hniginn í hadd jarðar. Ég votta honum
látnum virðingu og þakkir Kaupfélags Skagfirðinga, stjórnar og
framkvæmdastjóra félagsins, fyrrverandi og núverandi, starfsfólks
þess og félagsmanna allra. Megi eftinnenn hans í formannssæti K. S.
reynast jafnokar hans að félagslegum þroska, að framsýni og giftu
í starfi.
Fyrir eigin hönd, konu minnar og fjölskyldu votta ég konu hans,
börnum og tengdabörnum djúpa og einlæga samúð.
28. ágúst 1973.
G. M.