Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 59
GLÓÐAFEVKIR
59
Jón á Bessastöðum var frekar lágur maður en þrekvaxinn; föl-
leitur, vel farinn í andliti, svipurinn íhugull og gáfulegur, enda var
maðurinn ágætlega gefinn. Hann var dulur og djúphugsi, sein-
mæltur og fastmæltur og orðvís, fátalaður í fjölmenni, „gekk hægt
um gleðinnar dyr,“ en hafði þó yndi af að gleðjast með góðum vin-
um og blanda við þá geði. Hann var einlyndur nokkuð og fast-
lyndur, ógleyminn á það, sem honum þótti sér vel gert, en mundi
líka hitt, sem í móti gekk. Hann var um margt andlega skyldur
Stephani G., sem í æsku dvaldi um hríð á svipuðum slóðum og Jón,
enda varð þá og fagnaðarfundur, er Stephan sótti hann heim í Holts-
kot 1917. Jón átti þess ekki kost, frekar en Stephan G., að fullnægja
ríkri námsþrá í æsku. En hann las alla stund, svo sem erill og amstur
bóndans og verkamannsins framast leyfði, og mundi og hugleiddi
allt, sem hann las, enda varð hann prýðilega að sér um margt, eink-
um í skáldskap og bókmenntum.
Jón á Bessastöðum var gæddur ríkri skáldgáfu. Hann orti margt
og mikið en flíkaði lítt, nema þá helzt á fundi fárra vina, ef svo bar
undir. Hann var vandvirkur á skáldskap, fágaði og lá lengi yfir,
enda h\ ort tveggja í senn, listfengur og listvandur. K\ æði eftir hann
munu fyrst hafa komið á prent í Óðni. Síðar komu nokkur ljóða
hans í öðrum tímaritum, einkum Eimreiðinni, og kallaði hann sig
þá jafnan Jón Jónsson Skagfirðing. Þá birtust og nokkur kvæða hans
í Skagfirzkum ljóðum 1957. Úrs al úr ljóðasyrpum hans, Aringlæður,
kom svo út í bókarformi 1963; völdu þeir efnið Hannes Pétursson
skáld og Sigurjón Björnsson sálfræðingur.
Jón á Bessastöðum var traustur maður og varfærinn um alla hluti,
viðkvæmur í lund og næmgeðja. Allur var maðurinn þeirrar gerðar,
að gróði var hverjum manni að kynnast honum.
Arni Þowaldsson, fyrrum bóndi í Hólkoti á Reykjaströnd, lézt þ.
16. marz 1965. — Hann var fæddur í Hólkoti 23. júní 1891 og átti
þar heima nálega alla ævi. Voru foreldrar hans Þorvaldur bóndi á
Daðastöðum og Hólkoti Ólafsson, bónda á Daðastöðum, Gíslasonar
bónda á Gvendarstöðum í Staðarfjöllum, Ólafssonar, og kona hans
Kristín, talin Magnúsdóttir Sigurðssonar hreppstjóra og skálds á
Heiði í Göngustörðum, Guðmundssonar, og Kristínar Jónsdóttur
bémda á Núpi á Laxárdal fremri. Maguús, faðir Kristínar, drukkn-
aði á Húnaflóa innan við fertugt. Hitt mun þó réttara, að því er
kunnugir töldu, að Kristín væri dóttir Gísla bémda Andréssonar á
Reykjum á Reykjaströnd, þess er drukknaði á Skagafirði árið 1858.