Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 58

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 58
58 GLÓÐAFEYKIR Reykjavík. Móðir hennar er Friðgerður Torfadóttir, ættuð frá Súða- vík. Guðrún er gullsmiður að iðn. Guðvarður Steinsson var góður meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og vel á sig kominn; skolhærður, gráeygur, stórskorinn nokkuð í and- liti, myndarmaður. Hann var greindur vel, félagslyndur, frjálshuga, gaf sig nokkuð að samfélagsmálum. Framan af árum átti hann löng- um við þröngan kost að búa, enda barnahópurinn stór. En hann var dugandi maður sem og bæði þau hjón, kjarkaður vel og eigi kval- ráður, bar höfuðið jafnan hátt og mátti það vel. Jón Jónsson, skáld á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, fyrrum bóndi í Glaumbæ og víðar, lézt þ. 7. febrúar 1965. — Hann var fæddur að Valabjörgum á Skörðum 8. janúar 1886, sonur jóns bónda þar Guð- varðarsonar og konu hans Oddnýjar Sæ- mundsdóttur; var Jón albróðir Nikódemus- ar, sem getur í 7. hefti Glóðafeykis (1967), bls. 31. Sjá um ætt hans þar. Jón ólst upp með foreldrum sínum á Valabjörgum til 15 ára aldurs, er fjölskyld- an fluttist að Holtskoti, en þar hafði Guð- varður afi hans, albróðir sr. Jóns Hallsson- ar, prófasts í Glaumbæ, áður búið. Jón tc'sk við búi í Holtskoti af foreldrum sínum 1914 og bj(') J)ar til 1922, þá í Geldingaholti — hálflendunni — til 1927 og síðan í Glaum- bæ til 1938; þá fóru þau hjón búferlum að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og bjuggu þar 3 ár, en brugðu búi 1941, fóru til sonar síns og tengdadóttur á Bessastöðum og voru með þeim til æviloka. Eftir að Jón hætti að búa, var hann löngum í vegavinnu á sumrum. Árið 1915 gekk Jón að eiga Soffiu Jósafatsdóttur bónda í Krossa- nesi í Hólmi, Guðmundssonar, Sigurðssonar, og konu hans Guð- rúnar Ólafsdóttur bónda á Ögmundarstöðum, en kona Olafs var Valgerður Gunnarsdóttir bónda í Geitagerði og víðar. Var Soffía ein í hópi 10 alsystkina, er upp komust, og tveggja hálfsystkina. Aldrei var auður í garði þeirra hjóna, Jóns og Soffíu, en fyrir þrifn- aðar sakir beggja þeirra og ráðdeildar komust þau vel af. Konu sína missti Jón árið 1960. Börn þeirra eru þrjú: Scemundur, oddviti og bóndi á Bessastöðum; Hansina, húsfreyja í Reykjavík; Valtýr, verzl- unarmaður í Reykjavík. Jón Jónsson skáld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.