Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 39
GLÓÐAFEYKIR
39
i
Slátur- og frystihús S. F. H. í Haganesvik.
Við urðura að fá allar vörur sjóleiðis og koma frá okkur vörum á
sama hátt. En úti fyrir var opið haf og engin bryggja. Varð því bara
að lenda við sandinn, en þar er mjög brimasamt. Seinna kom svo
staurabryggja og bætti hún stórum aðstöðuna, en annars var upp-
og útskipun alltaf erfiðasti þátturinn við verzlunarrekstur hér. Við
áttum alltaf undir högg að sækja með að koma vörum að okkur og
frá og oft skemmdust þær við uppskipunina. Auk þess bættist við,
að erfitt var að fá skip til þess að koma hér inn. En það tókst þó
oftastnær fyrir atbeina Sambands ísl. samvinnufélaga og liðlegheit
Eimskipafélagsins. Stundum held ég að skipstjórunum hafi þótt nóg
um hvað Sambandið þrýsti fast á, og eitt sinn sagði einn þeirra eitt-
hvað á þá leið, að ef S.I.S. dytti í hug að senda skip Eimskipafélagsins
upp á fjöll, þá færti þau það ef þau kæmust. Einhverju sinni kom
Júlíus Júliníusson, sem lengi var skipstjóri hjá Eimskip, og átti að
taka hér á annað hundrað tunnur af saltkjöti. Við hófum útskipun,
en þá gekk í norðan-hríð og brimaði samstundis. Ég fór til Júlíusar
og sagði honum að við yrðum að hætta vegua veðursins og þar að
auki væru bátarnir orðnir laskaðir og yrðum við að fá gert við þá.
Júlíus brást hinn versti við og jós yfir mig skömmunum. Ég lét það
gott heita, eu náði í smið til að lagfæra bátana. Morguninn eftir
hófum \ ið útskipun á ný, þótt hvasst væri og illt í sjó. Var þá komið
annað hljóð í Júlíus og dembdi hanu nú yfir mig hólinu í ekki