Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 79

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 79
GLÓÐAFEYKIR 79 foreldrum sínum þar í Fljótum ytra. Flann fór unglingur fram í Blönduhlíð, var fyrst í vst hjá Sigurði bónda Einarssyni á H jalta- stöðum og síðan mörg ár í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Blöndu- hlíð, m. a. hjá Hrólfi bónda á Ábæ. Síðari árin mörg var hann lausamaður og þá lengstum til heimilis hjá Márusi bróður sínum á Bjarnastöðum. Átti oftast nokkrar kindur og fór afbragðsvel með þær, enda sérstaklega natinn við skepnur og hirti þær vel. — Ingvar Guðmundsson var í meðallagi hár, frekar grannvaxinn, fölleitur ásýnd- um, góðlegur á svip. Flann var eljusamur og mikill trúleiksmaður, en heilsulítill löngum. „Forlög réðu því, að hann féll ekki að öilu leyti í form samfélagsins.“ Flann kvæntist ekki né átti börn. Jón Jónsson, bóndi og sýslunefndarmaður á Flofi á Höfðaströnd, lézt þ. 30. maí 1966. — Hann var fæddur í Valadal á Skörðum 29. apríl 1894, sonur Jóns bónda Péturssonar og konu hans Solveigar Eggertsdóttur, albróðir Stefáns kennara á Hólum, sjá þátt um hann hér að framan. Jón óx upp með foreldrum sínum og systkinum, fyrst í Valadal til 1897 og síðan á Nautabúi á Neðribyggð til 1912, er fjölskyldan fluttist að Eyhildarholti í Hegranesi, þar sem þeir feðgar, Jón og Pétur, bjuggu til 1923. Voru þau systkinin 12, 7 bræður og 5 systur, öll ágætlega gefin og gerð. Jón lauk búfræðinámi á Hvanneyri 1915. Stundaði nám í Sam- vinnuskólanum veturinn 1918—1919. Dvaldist næstu árin að mestu í Reykjavík og fékkst við ýmis störf, m. a. á vegum Eggerts bróður síns, er þá stundaði bæði búnað og útgerð og hafði mörg járn í eldi. 3. júní 1921 kvæntist Jón Sigurlinu Björnsdóttur bónda í Brekku hjá Víðimýri og víðar, Bjarnasonar bónda á Langamýri í Hólmi og víðar, Jónssonar bónda á Fjalli í Sléttuhlíð, Bjarnasonar, og síðari konu hans Stefaníu Ólafsdóttur, Stefánssonar bónda í Garðshorni á Höfðaströnd, Jónssonar, og Guðrúnar Ingibjargar Magnúsdóttur. Er Sigurlína ein margra systkina, hálfsystir — samfeðra — Andrésar skálds og Sigurbjargar ekkju Jóns í Deildartungu, en alsystir Andrés- ar yngra, útvarpsstjóra. Ungu hjónin reistu þegar bú á höfuðbólinu Hofi á Höfðaströnd, Ingvar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.