Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 80

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 80
80 GLÓÐAFEYKIR er Jón hafði þá keypt, eignalaus maður, ásamt með svokallaðri Hofs- torfu, þar með talið kauptúnið— landið— í Hofsósi. A Hofi bjuggu þau hjón unz uppi voru dagar Jóns, en leigðu þó jörð og bú að mestu síðustu árin. Fór þeim \el úr hendi búsýslan, enda var Jón hinn mesti fjár- gæzlumaður og Sigurlína honum samhent um alla hluti. Hafði og Hofsbóndi drjúgar tekjur af leigulóðum í Hofsósþorpi, áður en landið var tekið eignarnámi. Var bún- aður allur á Hofi rekinn með miklum höfð- ings- og myndarbrag, þrifnaður og snyrti- mennska frábær, ræktun mikil og húsa- bætur. Tvö eru börn þeirra hjóna og tvíburar: Pdlmi, forstjóri og Solveig, húsfreyja, bæði í Rvík. Dóttur misstu þau í frumbernsku. Jón á Hofi vann stórmikið að félagsmálum. Á hann hlóðust snemma margvísleg trúnaðarstörf og gegndi hann þeim flestum til æviloka. Hreppsnefndarmaður var hann frá 1981 og oddviti frá 1934; sýslunefndarmaður frá 1938. Formaður Búnaðarfélags Hofs- hrepps frá 1926 og heiðursfélagi 1964; í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga frá 1947 og formaður frá 1961. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda frá stofnun þess 1945. Fulltriii á aðalfundum Sambands íslenzkra sveitarfélaga frá upphafi og jafnlengi í fulltrúa- ráði sambandsins fyrir Norðlendingafjórðung. Skipaður formaður fasteignamatsnefndar Skagafjarðarsýslu og átti sæti í nefndinni, er hann lézt. Fulltrúi á kirkjuþingi um skeið. Stjórnarnefndarmaður Framsóknarfélags Skagfirðinga yfir 30 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga og formaðtir þess frá 1957. Jón á Hofi var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, beinn í baki, rammur að afli. Hann var andlitsfríður, svipmikill, virðulegur og fyrirmannlegur í allri framkomu. Hann var gáfaður maður, hrein- skiptinn og undirhyggjulaus, traustur skapfestumaður. Hann var mikill málafylgjumaður og á stundum næsta ósveigjanlegur, átti þá torvelt með að taka gild önnur rök en þau, sem honum voru sjálfum tiltæk. En heilindi hans og drengskap dró enginn í efa. Hann tók aldrei fastmótaða afstöðu fyrr en að þrauthugsuðu máli. En þá var ekki hvikað, hver sem í móti var. Og Jón var hverjum manni ýtnari að hrinda fram þeim málum, sem hann bar fyrir brjósti. Hann var þungur á bárunni, er hann beitti í gráðið. ]ón Jónsson, Hofi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.