Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 46
46
GLÓÐAFEVKIR
Víst er liðinn veturinn,
þótt verrai ei sólarglóðin —
og óðar syngur svanur þinn
sumardagaljóðin.
Flestum hvimleið Elli er
aumum hélustráum.
Enn þó lifir eldur mér
undir hærum gráum.
Nú rak hvert ljóðið annað hjá Bakkaskáldi, og mundu slíkar bók-
menntir fara illa með Leirsrerði, ef allt væri skráð. Að lokum sá ritari
sitt óvænna, ef hann hefðist ekkert að, og því kvað hann eftirfarandi
kvæði til Jóns vinar síns. Til skýringar kvæðinu má geta þess, að um
sýslufundinn hélt Jón til hjá oddvita sýslunefndar. Bjó hann niðri
í húsinu og hafði þar sérherbergi. Er sýslumaður vísar Jóni á her-
bergið segir hann: ,,Ekki veit ég hvernig fer um þig, Jón minn, hér
um sýslufundinn, því að nú er lítið um áfengi og rúmið öldungis
„óbætt“.“ Þá svarar Jón með hinni mestu glaðværð, sem honum er
lagið: „Maður hefur nú alltaf einhver úrræði með áfengið, en hitt
kemur mér öllu verr.“ Varð úr þessu hin nresta kátína.
Áður kom austan frá Bakka
á okkar fund
— 2,'ildur um herðar oo hnakka —
o o
höfðinoi í lund.
o
Óðara undur það skeði,
að eyddist sorg.
Allt ómaði af áfengri gleði
í okkar borg.
Af veigum saup hann hvern sopa,
er „sælan“ stóð hæst,
svo hér áttu drengir ei dropa
unz „Drangur“ kom næst.