Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 91
GLOÐAFEYKIR
91
ValcLimar Guðnnindsson, bóndi í Bólu í Blönduhlíð, lézt þ. 25.
nóv. 1966. — Fæddur var hann að Myrká í Hörgárdal 25. marz 1877,
sonur Guðmundar bónda í Bási í Hörgárdal og víðar, Jónssonar
bónda á Fagranesi í Öxnadal, Arnfinnsson-
ar, og konu hans Lilju Gunnlaugsdóttur
bónda í Nýjabæ í Hörgárdal, Gunnlaugs-
sonar bónda í Baugaseli, og konu hans
Kristínar Sigurðardóttur bónda á Þúfna-
völlum.
Valdimar fór í bernsku til Jóhanns
bónda í Flöguseli, móðurbróður síns, og
var hjá honum fram yfir fermingaraldur,
eftir það í vinnumennsku nokkur ár. Hóf
búskap á Bessahlöðum í Öxnadal 1901 og
bjó þar á móti foreldrum sínum til 1905, þá
á Rauðalæk efra á Þelamörk til 1910, fór
þá byggðum vestur yfir heiði að Fremri-Kotum í Norðurárdal og
bjó þar til 1924, er hann flutti að Bólu og bjó þar síðan til æviloka,
síðustu árin mörg með Guðmundi syni sínum og voru þá tveir einir
feðgar.
Árið 1905 kvæntist Valdimar Arnbjörgu Guðmundsdóttur bónda
að Grjótgarði á Þelamörk, Sigfússonar, og konu hans Steinunnar
Önnu Sigurðardóttur. Var Arnbjörg að allra dómi mikilhæf gæða-
kona. Hún lézt 1938. Tveir eru synir þeirra hjóna: Gunnar, bóndi
á Fremri-Kotum, og Guðmundur, bóndi í Bólu, ókvæntur.
Valdimar Guðmundsson var mikill þrifnaðarbóndi, forsjáll,
glöggur og gætinn og rasaði aldrei um ráð fram. Hann var hygginn
fjármálamaður og efnaðist vel; hirðumaður, nýtinn og sparsamur,
svo að sumum þótti jafnvel kenna nokkurs búraháttar. Eigi var þó
svo í raun og veru. Hann var um margt félagslyndur maður og gest-
gjafi ágætur. Hann óx npp við óblíð náttúrukjör, varð snemma að
sjá sér farborða á eigin spýtnr og skildi manna bezt hvers virði það
er hverjum og einum, að kunna með fé að fara, enda gekk og hagur
hans fram með öruggum hætti.
Valdimar í Bólu var frekar lágur maður vexti, en saman rekinn
og rammur að afli. Hann var kringluleitur, sléttfarinn í andliti,
rjóður á vanga. Hann var prýðilega greindur, kunni vel við sig á
mannfundum, söngmaður góður. Hann var alvörumaður, seinmælt-
ur, athugull í bezta lagi, fylgdist vel með þeim málum, er uppi voru
hverju sinni og lagði á þau persónulegan dóm, er naumast varð
Valdimar Guðmundsson