Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 40

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 40
40 GLÓÐAFEYKIR minna mæli en skömmunum áður. Sjálfur held ég að hvorugt hafi nú verið verðskuldað. Þetta voru hörkumenn, þessir gömlu skip- stjórar, en gæðakarlar, og Eimskipafélagið reyndist okkur vel og gerði rnikið til þess að greiða fyrir flutningum út um land á þessum árum. Þe°ar svo samaöngur bötnuðu á landi, var hætt að taka liér upp vörur, en þeim skipað upp ýmist á Sauðárkróki eða Siglufirði og svo fluttar hingað með bílum, enda rak að því, að ógerlegt reynd- ist að fá skip til þess að koma hér inn. Samvinnufélag okkar gekk strax í S.Í.S. Hallgrímur Kristinsson, sá mikli dugnaðar- og hugsjónamaður, var þá forstjóri Sambandsins og mjög áhugasamur um að þessi félagsskapur okkar gæti þrifizt og dafnað. Kom hann hér eitt sinn o° hélt fund um samvinnumál. É2; hygg, að Fljótamenn séu á einu máli um, að samvinnufélagið hafi reynzt þeim efnaleg lyftistöng, enda stóðu þeir vel saman um félagið, voru einhuga um að hlynna að því, og sú einhuga samstaða hvatti foroöngumennina til átaka. — Þú munt hafa setið flestum mönnum lengur í sýslunefnd Skaga- fjarðarsýslu, Hermann. Kannski þú sért til með að segja eitthvað frá störfum þínum þar? — Um störf mín í sýslunefndinni er svo sem ekkert að segja. Jú, ég átti þar sæti nokkuð lengi. Árið 1923, fremur en 1922, var Sæ- mundur Dúason kosinn hér í sýslunefnd og ég sem varamaður hans. Sæmundur sat einn fund en fluttist svo bttrtu úr hreppnum og t(')k ég þá við sem varamaður. Kom annars inn í sýslunefndina 1924 og sat þar síðan óslitið til 1970. Er því húinn að starfa þar með mörgum mönnum og góðum. — Risu ekki stundum úfar með mönnum í sýslunefndinni í gamla daga? — Og fyrir kom það nú og í meira mæli en verið liefur á seinni árum.Þá konnt ýmis mál fyrir sýslunefnd, sem ekki er fjallað þar um nú, og sum viðkvæm, eins og útsvarskærumál, ef ekki tókust sættir um þau heima fyrir. Urðu oft um þau harðar deilur og stundum skemmtilegar. Kærandinn fékk þá sjálfur að flytja mál sitt og einnig þeir, er hann bar sig saman við. Um sum héraðsmál gátu líka orðið heitar umræður eins og t. d. það, livort veita ætti Kattpfélagi Skag- firðinga sýsluábyrgð vegna byggingar frystihúss. Samvinnumenn áttu þá lítil ítök í sýslunefnd og málið varð í raun og veru flokks- pólitískt. Séra Arnúr í Hvammi stóð þó fast með okkur kaupfélags- mönnum, enda var hann ákveðinn samvinnumaður. Vera má, að Pálmi Pétursson hafi einnig fylgt okkttr. Ábyrgðin fékkst svo loks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.