Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 33

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 33
GLOÐAFEYKIR 33 Kaupfélögin létu eigi bugast í baráttunni. Forystumennirnir áttu þar að vísu stóran hlut, en þó voru það félagsmennirnir, hinir óbreyttu liðsmenn, sem allt valt á. Og þeir létu ekki deigan síga. IV. Samvinnufélögin hafa unnið sigur. En er það úrslitasigur? Meðan baráttan stóð sem hæst, voru félagsmenn kaupfélaganna virkir og ótrauðir liðsmenn. Þeir þekktu hugsjónir samvinnustefn- unnar, þeim lærðist að meta gildi hennar, eðli 'hennar allt og yfir- burði, þeim var ljós hinn mikli máttur samtaka og samstilltra átaka, þar sem vakandi hugur, drengskapur og heilindi búa að baki. Þeir sáu og skildu, að sigurinn var undir þeim sjálfum kominn, hverjum og einum. Þeim þótti vænt um félögin. Þau voru þeirra eigið af- sprengi og óskabörn. Nú hefur öldurnar lægt um sinn, komin eins konar ládeyða. Um leið hefur fölsk\ a slegið á eldinn. Afleiðingin er minni áhugi, minni þekking á eðli og innviðum samvinnustefnunnar, sem hætt er við að leiða kunni til afskiptaleysis, ræktarleysis, jafnvel heilindaskorts kaupfélagsmanna í garð sinna eigin félagssamtaka, gott ef þeir freist- ast ekki til þess, sumir hverjir, að líta á félögin sem óviðkomandi aðila, ekki allt of vinsamlegan. Þarna liggur hættan, sú sem ég áður nefndi. Þeirri hættu verður að afstýra, ef ekki á illa að fara. Skyldan hvílir fyrst og fremst á for- ráðamönnum samvinnufélaganna, oddvitum þeirra og stjórnendum. Þeir verða að taka sig á og gera ráðstafanir til að haldið sé uppi alhliða samvinnufræðslu í ræðu og rituðu máli. Greinar og ritgerðir geta verið góðar, sé af þekkingu skrifað og glöggu samvinnuskyni; lifandi orð er þó þúsund sinnum vænlegra til góðs árangurs. Þetta kostar fé. Hitt verður þó sýnu dýrara, að fljóta sofandi og láta skeika að sköpuðu. Nú má heita logn og hægviðri. Enginn þarf að ætla, að þess konar veðurlag vari til eilífðarnóns, enda ekki að öllu æskilegt. Sérhyggja og samhyggja eru tvær lífsstefnur, sem báðar eru mannskapnunni eðlisgrónar. Þetta eru andstæðar stefnur og árekstrar óhjákvæmi- legir. Því mega samvinnumenn aldrei sofa á verðinum. G. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.