Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 77

Glóðafeykir - 01.11.1973, Blaðsíða 77
GLÓÐAFEYKIR 77 jafn á ytra borði, þessi hávaðalausi og ljúflyndi maður, þá bjó hann þó yfir miklum geðbrigðum — glaðværð og hógværum gáska, sem margir könnuðust við, samfara djúpri, barnslegri viðkvæmni og angurværð, sem færri þekktu. Hann var sérstæður maður um margt 02' mörffum minnilegur. o o o Jóhannes Jónsson, bóndi á Tyrfingsstöðum á Kjálka, lézt af slys- förum þ. 11. janúar 1966. — Hann var fæddur að Bólu í Blönduhlíð 6. janúar 1923. Var faðir hans Jón, síðast bóndi í Litladal í sömu sveit, Jónsson, oddvita og bónda á Skúfs- stöðum í Hjaltadal, Sigurðssonar, en móðir Anna Einarsdóttir, sunnlenzkrar ættar. Jóhannes ólst upp með móður sinni á Norðurárdal frenrra og dvaldist mestan hluta ævinnar í Akrahreppi. Varð ungur að spila á eigin spýtur. Var um hríð í Reykja- vík, en festi þar eigi yndi, hvarf heim aftur í Blönduhlíð og fékkst þar við búnaðar- störf. Rösku ári áður en Jóhannes lézt, gekk hann að eiga Kristinu Jóhannsdóttur, bónda á Tyrfingsstöðum, Eiríkssonar lengi húsmanns á Merkigili, Gíslasonar, og konu hans Freyju Ólafsdóttur Jóhannssonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur, er bæði voru Eyfirðingar. Þau hófu þegar búskap á Tyrfings- stöðum. ,,Þar var starfið hafið í trú á móður mold og farsæld í fram- tíð.“ (K. G.). En dauðinn lá í leyni, voveiflegur skyndidauði, er Jóhannes var á heimleið af söngæfingu og hafði fyrir örskotsstundu varpað kveðju á vini og félaga. Jóhannes Jónsson var í minna meðallagi á vöxt, lítið eitt kíttur í herðum, grannvaxinn og grannleitur, bjarthærður, rjóður á vanga, glaðlegur jafnan og hýr í bragði. Hann unni hljómlist og söng, var sjálfur söngmaður ágætur, hafði hreina og bjarta tenórrödd, söng með karlakórum og oft einsöng. „Hann var óvenjulega félagslega sinnaður og beinlínis þráði samstarf manna, bæði í leik og starfi. Hann var trúr í raun og bóngóður. Vinmargur og vinhlýr. Frá hon- um geislaði lífsfjör og lífskraftur. Hann var hrókur alls fagnaðar og í söng var hann segullinn, sem alla dró að sér. . . . Hann þráði frelsið — frelsi söngs 02 2Óðhesta 02 naut sín oft bezt óbeizlaður úti á víð- um viillum íslenzkrar náttúru.“ (Konráð Gíslason). Jóhannes Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.