Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 91

Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 91
GLOÐAFEYKIR 91 ValcLimar Guðnnindsson, bóndi í Bólu í Blönduhlíð, lézt þ. 25. nóv. 1966. — Fæddur var hann að Myrká í Hörgárdal 25. marz 1877, sonur Guðmundar bónda í Bási í Hörgárdal og víðar, Jónssonar bónda á Fagranesi í Öxnadal, Arnfinnsson- ar, og konu hans Lilju Gunnlaugsdóttur bónda í Nýjabæ í Hörgárdal, Gunnlaugs- sonar bónda í Baugaseli, og konu hans Kristínar Sigurðardóttur bónda á Þúfna- völlum. Valdimar fór í bernsku til Jóhanns bónda í Flöguseli, móðurbróður síns, og var hjá honum fram yfir fermingaraldur, eftir það í vinnumennsku nokkur ár. Hóf búskap á Bessahlöðum í Öxnadal 1901 og bjó þar á móti foreldrum sínum til 1905, þá á Rauðalæk efra á Þelamörk til 1910, fór þá byggðum vestur yfir heiði að Fremri-Kotum í Norðurárdal og bjó þar til 1924, er hann flutti að Bólu og bjó þar síðan til æviloka, síðustu árin mörg með Guðmundi syni sínum og voru þá tveir einir feðgar. Árið 1905 kvæntist Valdimar Arnbjörgu Guðmundsdóttur bónda að Grjótgarði á Þelamörk, Sigfússonar, og konu hans Steinunnar Önnu Sigurðardóttur. Var Arnbjörg að allra dómi mikilhæf gæða- kona. Hún lézt 1938. Tveir eru synir þeirra hjóna: Gunnar, bóndi á Fremri-Kotum, og Guðmundur, bóndi í Bólu, ókvæntur. Valdimar Guðmundsson var mikill þrifnaðarbóndi, forsjáll, glöggur og gætinn og rasaði aldrei um ráð fram. Hann var hygginn fjármálamaður og efnaðist vel; hirðumaður, nýtinn og sparsamur, svo að sumum þótti jafnvel kenna nokkurs búraháttar. Eigi var þó svo í raun og veru. Hann var um margt félagslyndur maður og gest- gjafi ágætur. Hann óx npp við óblíð náttúrukjör, varð snemma að sjá sér farborða á eigin spýtnr og skildi manna bezt hvers virði það er hverjum og einum, að kunna með fé að fara, enda gekk og hagur hans fram með öruggum hætti. Valdimar í Bólu var frekar lágur maður vexti, en saman rekinn og rammur að afli. Hann var kringluleitur, sléttfarinn í andliti, rjóður á vanga. Hann var prýðilega greindur, kunni vel við sig á mannfundum, söngmaður góður. Hann var alvörumaður, seinmælt- ur, athugull í bezta lagi, fylgdist vel með þeim málum, er uppi voru hverju sinni og lagði á þau persónulegan dóm, er naumast varð Valdimar Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.