Glóðafeykir - 01.11.1973, Page 79
GLÓÐAFEYKIR
79
foreldrum sínum þar í Fljótum ytra. Flann fór unglingur fram í
Blönduhlíð, var fyrst í vst hjá Sigurði bónda Einarssyni á H jalta-
stöðum og síðan mörg ár í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Blöndu-
hlíð, m. a. hjá Hrólfi bónda á Ábæ. Síðari
árin mörg var hann lausamaður og þá
lengstum til heimilis hjá Márusi bróður
sínum á Bjarnastöðum. Átti oftast nokkrar
kindur og fór afbragðsvel með þær, enda
sérstaklega natinn við skepnur og hirti þær
vel. — Ingvar Guðmundsson var í meðallagi
hár, frekar grannvaxinn, fölleitur ásýnd-
um, góðlegur á svip. Flann var eljusamur
og mikill trúleiksmaður, en heilsulítill
löngum. „Forlög réðu því, að hann féll
ekki að öilu leyti í form samfélagsins.“
Flann kvæntist ekki né átti börn.
Jón Jónsson, bóndi og sýslunefndarmaður á Flofi á Höfðaströnd,
lézt þ. 30. maí 1966. — Hann var fæddur í Valadal á Skörðum 29.
apríl 1894, sonur Jóns bónda Péturssonar og konu hans Solveigar
Eggertsdóttur, albróðir Stefáns kennara á Hólum, sjá þátt um hann
hér að framan.
Jón óx upp með foreldrum sínum og systkinum, fyrst í Valadal
til 1897 og síðan á Nautabúi á Neðribyggð til 1912, er fjölskyldan
fluttist að Eyhildarholti í Hegranesi, þar sem þeir feðgar, Jón og
Pétur, bjuggu til 1923. Voru þau systkinin 12, 7 bræður og 5 systur,
öll ágætlega gefin og gerð.
Jón lauk búfræðinámi á Hvanneyri 1915. Stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum veturinn 1918—1919. Dvaldist næstu árin að mestu
í Reykjavík og fékkst við ýmis störf, m. a. á vegum Eggerts bróður
síns, er þá stundaði bæði búnað og útgerð og hafði mörg járn í eldi.
3. júní 1921 kvæntist Jón Sigurlinu Björnsdóttur bónda í Brekku
hjá Víðimýri og víðar, Bjarnasonar bónda á Langamýri í Hólmi og
víðar, Jónssonar bónda á Fjalli í Sléttuhlíð, Bjarnasonar, og síðari
konu hans Stefaníu Ólafsdóttur, Stefánssonar bónda í Garðshorni á
Höfðaströnd, Jónssonar, og Guðrúnar Ingibjargar Magnúsdóttur.
Er Sigurlína ein margra systkina, hálfsystir — samfeðra — Andrésar
skálds og Sigurbjargar ekkju Jóns í Deildartungu, en alsystir Andrés-
ar yngra, útvarpsstjóra.
Ungu hjónin reistu þegar bú á höfuðbólinu Hofi á Höfðaströnd,
Ingvar Guðmundsson