Glóðafeykir - 01.11.1973, Qupperneq 58
58
GLÓÐAFEYKIR
Reykjavík. Móðir hennar er Friðgerður Torfadóttir, ættuð frá Súða-
vík. Guðrún er gullsmiður að iðn.
Guðvarður Steinsson var góður meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
vel á sig kominn; skolhærður, gráeygur, stórskorinn nokkuð í and-
liti, myndarmaður. Hann var greindur vel, félagslyndur, frjálshuga,
gaf sig nokkuð að samfélagsmálum. Framan af árum átti hann löng-
um við þröngan kost að búa, enda barnahópurinn stór. En hann var
dugandi maður sem og bæði þau hjón, kjarkaður vel og eigi kval-
ráður, bar höfuðið jafnan hátt og mátti það vel.
Jón Jónsson, skáld á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, fyrrum bóndi
í Glaumbæ og víðar, lézt þ. 7. febrúar 1965. — Hann var fæddur að
Valabjörgum á Skörðum 8. janúar 1886, sonur jóns bónda þar Guð-
varðarsonar og konu hans Oddnýjar Sæ-
mundsdóttur; var Jón albróðir Nikódemus-
ar, sem getur í 7. hefti Glóðafeykis (1967),
bls. 31. Sjá um ætt hans þar.
Jón ólst upp með foreldrum sínum á
Valabjörgum til 15 ára aldurs, er fjölskyld-
an fluttist að Holtskoti, en þar hafði Guð-
varður afi hans, albróðir sr. Jóns Hallsson-
ar, prófasts í Glaumbæ, áður búið. Jón tc'sk
við búi í Holtskoti af foreldrum sínum
1914 og bj(') J)ar til 1922, þá í Geldingaholti
— hálflendunni — til 1927 og síðan í Glaum-
bæ til 1938; þá fóru þau hjón búferlum að
Ingveldarstöðum á Reykjaströnd og bjuggu þar 3 ár, en brugðu búi
1941, fóru til sonar síns og tengdadóttur á Bessastöðum og voru með
þeim til æviloka. Eftir að Jón hætti að búa, var hann löngum í
vegavinnu á sumrum.
Árið 1915 gekk Jón að eiga Soffiu Jósafatsdóttur bónda í Krossa-
nesi í Hólmi, Guðmundssonar, Sigurðssonar, og konu hans Guð-
rúnar Ólafsdóttur bónda á Ögmundarstöðum, en kona Olafs var
Valgerður Gunnarsdóttir bónda í Geitagerði og víðar. Var Soffía
ein í hópi 10 alsystkina, er upp komust, og tveggja hálfsystkina.
Aldrei var auður í garði þeirra hjóna, Jóns og Soffíu, en fyrir þrifn-
aðar sakir beggja þeirra og ráðdeildar komust þau vel af. Konu sína
missti Jón árið 1960. Börn þeirra eru þrjú: Scemundur, oddviti og
bóndi á Bessastöðum; Hansina, húsfreyja í Reykjavík; Valtýr, verzl-
unarmaður í Reykjavík.
Jón Jónsson skáld