Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 6

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 6
4 GLOÐAFEYKIR Drög að byggingarsögu Safnahúss Skagfirðinga í þessu greinarkorni verður leitazt við að draga fram helzm atxiði varðandi aðdraganda og byggingu Safnahiissins, þess er nú stendur undir Nöfunum við Faxtatorg. Þar sem höfundur var með öllu ókunnugur þróun þessa máls, hefur hann að mestu orðið að bjargast við gloppóttar skráðar heimildir, fyrst og fremst fundargerðabók stjórnar Héraðsbókasafnsins, ásamt fáeinum bréfum og stuttum greinargerðum, sem lúta að þessu efni. Sýslubókasafnið á Sauðárkróki var stofnað 1904 og var fyrsm ára- mgina í leiguhúsnæði, oftast við þröng og óhentug skilyrði. Arið 1936 lét Skagafjarðarsýsla byggja nýtt hús að Suðurgöm 7. Var því ætlað að hýsa bókasafnið á neðri hæðinni, en einnig var þar búin vist tilfallandi „delinquenmm” héraðsins. A efri hæð var íbúð, sem bókavörðurinn, Steingrímur Arason, bjó í og átti lengi. Var húsið tekið í notkun árið 1937 og þótti myndarlegt á sínum tíma. En þegar líða tók á sjötta áramginn var Ijóst orðið, að þetta húsnæði yrði brátt alls ófullnægjandi til að gegna sínu hlutverki. Gerðar höfðu verið ýmsar breytingar til rýmkunar, en bókasafnið óx stöðugt og sprengdi af sér húsakynnin. Skjalasafnið hafði í fyrsm enga aðstöðu, en fékk síðar, um 1960, inni í kompu einni, sem enga möguleika gaf til eðlilegs viðgangs og þrifnaðar þeirri stofnun. Oljóst er, hvenær menn byrjuðu að ræða sín á milli um framtíðarúr- lausn, en hið elzta af skrifuðu orði, er upplýsingar gefur, er afrit af bréfi, dagsetm 10. október 1960, svohljóðandi: „Þar eð húsnæði það, er Héraðsbóka- og Skjalasafn Skagafirðinga hefir til afnota, er nú þegar að verða of lítið, ákvað stjórn safnsins á fundi sínum s.l. vemr að hefja þegar undirbúning að byggingu nýs húss fyrir bæði söfnin. Leyfum vér oss undirritaðir, fyrir hönd stjórnar safns- ins, að sækja um byggingarstyrk til yðar hr. bókafulltrúi. Einnig viljum við biðja yður um teikningar og kostnaðaráætlun að byggingu, sem rúmi minnst 20 þúsund bindi bóka, fræðaherbergi, lesstofu, skjalasafn, útlána- herbergi, skrifstofu fyrir bókavörð og annað, er nauðsynlegt þykir í slíkri byggingu." A fundi safnastjórnarinnar 19- febrúar 1961 var enn rætt um nauðsyn þess að reisa nýtt bókasafnshús, og komu þá einnig fram hugmyndir

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.