Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 7

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 7
GLOÐAFEYKIR 5 Safnahús Skagrfirðinga. Myndina tók H.P. 1977. um að ríki, sýsla og bær keyptu gamla húsið fyrir fangahús. Yar Jóni á Reynistað falið að kanna þetta mál og ennfremur að ræða við bóka- fulltrúa og knýja á með teikningar. Hinn 7. maí um vorið sendi bókafulltrúi, sem þá var Guðmundur G. Hagalín, tvær teikningar af bókasafnshúsi á einni hæð, önnur 264 m2 og hin 210 m2. Hafði Sigurjón Sveinsson arkitekt gert þær. Fylgdi með greinargerð frá bókafulltrúa um teikningarnar og kveðst hann harla ánægður með þær, séu þær hvort tveggja í senn „þær nýtízkulegustu, sem hér hafa sézt, og um leið þannig, að kostnaður og notagildi standa í hinu æskilegasta hlutfalli hvort við annað." Fundur er haldinn skömmu síðar í safnastjórn, en engar ákvarðanir teknar aðrar en þær, að hreyfa málinu við sýslunefnd. Var henni, og síðar bæjarstjórn Sauðárkróks, send samhljóða bréf þar sem rakin er nauðsyn þessa máls og óskað fjárveitinga. Líður svo árið, en undirbúningur er að komast á rekspöl. Sigurjón Sveinsson arkitekt kom til Sauðárkróks í ágúst 1962 og átti fund með safnastjórn. Var þá komin fram uppástunga frá stjórn Spari- sjóðs Sauðárkróks um sameiginlega byggingu og jafnvel rætt um að fá fleiri aðila í félag. Voru menn þessa almennt fýsandi og arkitektinn hvatti mjög til slíks ráðahags, heppilegt væri að reisa eitt stórt og myndar- legt hús, sem yrði menningarmiðstöð bæjarins og hýsti hinar ýmsu þjón- ustustofnanir. Skoðaðir voru byggingarstaðir, sem til greina kæmu, og

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.