Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 8
6
GLOÐAFEYKIR
leizt Sigurjóni bezt á svæðið vestan Skagfirðingabrautar, gegnt kjör-
búð KS.
Næsta vor liggur fyrir, að ekki muni verða af samvinnu við Spari-
sjóðinn og voru nefndarmenn á einu máli um að hefja undirbuning bygg-
ingar fyrir söfnin ein sér. Sótt var um lóð á horni Bárustigs og Skagfirð-
ingabrautar og hlaut það samþykki bæjarstjórnar, en siðar hurfu margir að
því ráði, að ákjósanlegri staður væri sunnan Sýsluhesthússins. A fundi
safnastjórnar 20. marz 1964 upplýsti formaður, Kristján C. Magnús-
son, að sá staður væri nú endanlega ákveðinn. Þá var Björn Daníelsson
skólastjóri ráðinn til yfirumsjónar með byggingarframkvæmdum og mun
síðan hafa mætt mest á honum að þoka málinu áfram eftir að verkið
var hafið.
I apríl sendi Sigurjón frumteikningar af húsinu, en nokkuð dróst að
þær yrðu fullbúnar og var ekki hægt að byrja á þvi sumri.
Fyrri hluta árs 1965 eru haldnir fundir til að ræða byggingaráform
og er nú fullur hugur í mönnum að hefjast hinda. Var mikil umræða.
hvort steypa skyldi upp allt húsið í einu eða taka fyrst fyrir syðri hlut-
ann, einnig hvort hafa skyldi kjallara eða ekki. Fram hafði komið hug-
mynd um, að Rafveita Sauðárkróks fengi leigðan eða keyptan hluta í
væntanlegri byggingu, og með tilliti til þess var loks ákveðið að ráðast
í smíði alls hússins.
I maílok lágu fyrir öll gögn og leyfi og i júní voru framkvæmdir
hafnar og tekinn grunnur. Samið hafði verið við Byggingarfélagið Hlyn
h.f. að sjá um byggingu hússins og stjórnaði Björn Guðnason bygginga-
meistari verkinu. Stjórn safnanna leitaði heúnildar bæjarstjórnar og
sýslunefndar til lántöku, allt að 800 þús. krónur, jafnframt því, sem þess-
ir aðilar voru beðnir um rífleg fjárframlög. Var þeirri málaleitan vel
tekið og lögðu þeir hvor um sig um 310 þúsund krónur til byggingar-
innar árið 1965 auk þess sem 75 þúsund fengust frá ríkissjóði.
Nokkur vatnsagi bagaði í fyrstu vinnu í grunninum vegna uppspretm
og varð að dæla burtu vatninu. Við uppslátt vo:u notuð tengimót, svo-
kölluð Breiðfjörðsmót, sem þá voru nýlunda hér á Sauðárkróki. Gekk
verkið vel, og um haustið var búið að steypa upp kjallarann og neðri hæð
með plötu og kostnaður orðinn um 1.3 milljónir.
Næsta vetur skeggræddu menn, hvort setja ætti bráðabirgðaþak og
leggja áherzlu á að fullgera neðri hæðina og kjallarann eða steypa upp
allt húsið. En með tilliti til þess, að slíkt þak kostaði allmikið fé, þótti
hyggilegra að reyna að koma húsinu öllu upp og var það ákveðið. Talað
var um að kanna möguleika á, að Sauðárkróksbær yrði á einhvern hátt
aðili í byggingu efri hæðarinnar, en úr því varð ekki þegar til kom og