Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 14

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 14
12 GLÓÐAFEYKIR útlánasal, lestrarsal, bókageymslu og svo litla geymslu, sem Sögufélag Skagfirðinga hefur afnot af; að auki er skrifstofa bókavarðar. Með áframhaldandi hraða aukningu á bókeign og útlánum safnsins mun þetta húsnæðið þó ekki duga ýkja lengi, svo stórstíg hefur þróunin verið hin síðustu ár. Þegar er flutt var í hið nýja húsnæði, stórjukust útlán safnsins, enda gjörbreyttist þá til hins betra öll aðstaða, bæði fyrir safngesti og starfs- fólk. Varð fljótlega Ijóst, að vart yrði undan því komizt að ráða fastan starfsmann í fullu starfi að safninu, þar eð erfitt yrði fyrir mann, sem hefði bókavörzluna að aukastarfi, að anna öllum þeim verkefnum, er til féllu. Þetta tókst þó Birni Daníelssyni að mestu, og vann hann mikið og gott starf, unz hann féll skyndilega frá vorið 1974. A þeim árum, sem hann var bókavörður, jókst bókaeign safnsins um rúm 6000 bindi eða 100%. Haustið 1975 var loks hægt að ráða bókavörð í fullt starf, og var þá undirritaður ráðinn til eins árs, eftir að mikið hafði verið reynt að fá bókasafnsfræðing til safnsins. Var þá hafin endurflokkun og skráning bóka. Slíkt var nauðsynlegt, því að reglur þar um hafa nýlega breytzt, og er nú verið að reyna að koma á samræmi í flokkun og skráningu í Útlánssalur Bókasafnsins.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.