Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 18

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 18
16 GLOÐAFEYKIR rjáningarþarfar. „Fýsnin til fróðleiks og skrifta" knúði á þrátt fyrir erfiðustu ytri aðstæður. Ekkert hérað hefur á síðari tímum átt eins afkastamikla sagnamenn og Skagafjörður. Þeir lögðu sitthvað á sig gömlu mennirnir til þess að kynnast lífsmati og lífsviðhorfum genginna kynslóða, sökktu sér niður í ráðningu torskildra hluta. Birni Jónssyni (1574—1655) á Skarðsá reynd- ist örðug glíman við Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar og kvað: Min ei þykir menntin slyng mætri lýða dróttu: eg var að ráða árið um kring það Egill kvað á nóttu. Hér kennir þeirrar hógværðar — ef ekki auðmýktar — gagnvart við- fangsefni, sem er forsenda þess, að vel sé að verki staðið. Oft er býsnast yfir því, hve illa Skagfirðingar hafi búið að sagna- mönnum sínum og skáldum. Raunar munu þeir allajafna hafa setið við sama borð og aðrir alþýðumenn, en undu hlut sínum misjafnlega vel, og er slíkt persónubundið. Sumir hverjir hlutu nokkra umbun fyrir sagnamennskuna í matgjöfum og peningagreiðslum. Má þar nefna Bólu- Hjálmar og Gísla Konráðsson. Þeir mám ekki fræðastarfið til fjár; það var þeim lífsnauðsyn, uppbót á lífið, andlegar sárabætur. Gísla gamla Konráðssyni varð að orði, þegar sendimaður hans kom með mjölmatinn heim úr kaupstað, svo sem um var beðið, en engan pappír: „Hvað átti ég að gera við rúginn, þegar enginn fékkst pappírinn?". Konráð prófessor, sonur Gísla, segir svo í eftirmælum um Jónas Hall- grímsson: „ ... slíkir menn lifa margar sælustundir, sem mikill þorri manna þekkir ekki, og getur ekki heldur þekkt sökum eðlis, eða upp- eldis, eða hvorstveggja". Ætli sagnamönnunum hafi ekki verið líkt farið og Jónasi? Flestir þekkja af reynslu að gleyma sér yfir góðri bók. Þannig hafa íslenzkir sagnameistarar veitt öldnum og óbornum hlutdeild í „sælusmndunum". Það hefði kannski átt að að virða það við þá í ein- hverju. Raunar vantar ekki, að svo sé gert að þeim dauðum. Þegar Jón Arnason viðaði að þjóðsögunum, varð honum títt hugsað norður í land. Hann leitaði uppi menn, sem kunnugir voru í Skagafirði. Séra Skúli Gíslason (1825—1888) á Breiðabólstað í Fljórshlíð, Iærði undir skóla hjá frænda sínum séra Jóni Konráðssyni á Mælifelli. Þar var þá Einar Bjarnason, faðir Guðmundar skrifara, föður dr. Valtýs. Báðir voru þeir Einar og prestur þjóðkunnir fróðleiksmenn og geymnir á forn fræði. Dvölin á Mælifelli kann að hafa skorið úr um, hvílíkur séra Skúli varð á sviði þjóðfræðinnar. Jóni Arnasyni var hann innan

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.