Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 22

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 22
20 GLÓÐAFEYKIR Kristmundnr, skjalavörður með handrit Konungsskuggsjár og Sverrissögu frá því uni 1660. til eru í héraðinu, sækir um árlegan styrk til safnsins úr ríkissjóði og sér um hvað annað, er safninu má verða til vaxtar og þrifnaðar." Tillagan var samþykkt samhljóða með atkvæðum allra sýslunefndar- manna. Hér er ekki rúm til að rekja til hlítar lög nr. 7. 1947 um héraðs- skjalasöfn. Að framan er lauslega vikið að skjalasöfnum. Hlutverk héraðs- skjalasafns er að varðveita, flokka og skrá gögn stjórnsýslulegs eðlis, er varða það umdæmi, sem safnið starfar fyrir. Héraðsskjalasafn Skagfirðinga á því að innheimta og varðveita opinber gögn Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstaðar; með nokkrum takmörkunum þó, eins og síðar verður að vikið. Héraðsskjalasöfn taka þannig að vissu marki að sér það hlutverk, sem Þjóðskjalasafn Islands annars gegnir, enda lúta þau yfir- stjórn þjóðskjalavarðar. Auk þess sem slíkum söfnum ber að geyma og hafa til almennra nota skjalagögn kaupstaðar, sýslu og hreppa, ber einnig að afhenda þeim til vörzlu bækur og skjöl félaga og stofnana, sem njóta eða hafa notið styrks af opinberu fé. Má þar til að mynda nefna lestrarfélög, ungmennafélög, leikfélög, íþróttafélög og skógræktarfélög.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.