Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 32

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 32
30 GLOÐAFEYKIR son, Marínó Sigurðsson og Stefán Gestsson. Varamenn: Geirm. Jónsson, Arni Bjarnason og Magnús H. Gíslason. Endurskoðendur: Guðjón Ingi- mundarson og Sigtryggur Björnsson. TILLÖGUR. A aðalfundi eru ávallt kosnar nokkrar nefndir og til þeirra vísað öllum málum, sem fram eru borin. Að þessu sinni kom fram fjöldi tillagna; hlaut þorri þeirra jákvæða afgreiðslu í viðkomandi nefndum, nokkrar neikvæða, sumum lítið eitt breytt, öðrum ekki. Fara hér á eftir tillögur þær, flestar, er samþykktar voru á aðalfundinum. a. Frá Stjórn félagsins: Ráðstöfun tekjuafgangs: Lagt í varasjóð kr. 3-400.000,00 Lagt í Menningarsjóð K. S. — 800.000,00 Endurgr. í stofnsj. félagsmanna í hlutfalli við vöruúttekt — 9-500.000,00 Eftirst. yfirfærðar til næsta árs — 49-878,00 Samtals kr. 13-749.878,00 Till. um að skora á „stjórn Stéttarsamb. bænda og fulltrúa bænda í sexmannanefnd að beita öllum tiltækum ráðum til þess að knýja fram þær leiðréttingar á verðlagsgrundvelli búvöru, er tryggi bændum fullt jafn- rétti um launakjör við hinar svokölluðu viðmiðnuarstéttir''. Ennfr. skorað „á landbúnaðarráðherra að gera ráðstafanir til þess, að rekstrarlán og afurðarlán landbúnaðarins verði færð til raungildis og jafn- framt hækkuð svo, að unnt verði að greiða a.m.k. 90% af andvirði búvöru við móttöku". Skorað er „á ríkisstjórnina að fella þegar niður söluskatt af kjöti". Lagt til „að fundurinn samþykki að einn fulltrúi kjörinn af Starfs- mannafélagi K. S., fái rétt til setu á stjórnarfundum félagsins með mál- frelsi og tillögurétt, enda sé hann félagsmaður í Kaupfélagi Skagfirðinga". Samþ. till. um „að sameina félagið Samvinnufél. Fljótamanna í Haga- nesvík. Um sameininguna fari eftir ákvæðum 27. gr. laga nr. 46 1937 um samvinnufélög. Fyrir hið sameinaða félag skulu gilda samþykktir Kaupfél. Skagf. Sameining fer fram þegar stjórnir beggja félaganna ákveða".

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.