Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 34
32
GLOÐAFEYKIR
stjórnin „beiti áhrifum sínum á þann veg, að sá atvinnurekstur Samb-
andsins, sem hugsanlega yrði stofnsettur á félagssvæðinu, yrði settur niður
sem víðast í héraðinu, ef verða mætti til að hamla gegn háskalegri og
stöðugri grisjun byggðar".
Till. frá Þórarni Magnúss. og Svavari Hjörleifss..: „Aðalfundur K. S...
lýsir yfir eindreginni andstöðu við þá stefnu, að byggja upp stóriðju í sam-
vinnu við erlenda auðhringa. Fundurinn telur slíka stefnu hættulega
fullveldi landsins og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar jafnhliða gífur-
legri skuldasöfnun erlendis".
Till. frá Olafi H. Jóhannss. o. fl. um að skora „á stjórn S.I.S. og
Vtnnumálasamb. samvinnufélaganna að gera allt, sem í þeirra valdi
stendur til að samningar í yfirstandandi kjaradeilu megi takast sem fyrst".
Till. frá Þórarni Magnúss. og Leifi Þórarinss.: „Aðalfundur K. S....
ítrekar áskorun frá síðasta aðalfundi til stjórnar K. S. um að kannað
verði enn frekar hvort ekki sé hagkvæmt að taka upp bónuskerfi við
sláturhús K. S.
Till. frá Skarðsdeild um að skora „á stjórn félagsins að leggja fram
rekstrarreikning sláturhússins. Verði hann í svipuðu formi og reikningur
Mjólkursamlagsins."
Till. frá Ingimar Bogasyni: „Aðalfundur K. S. beinir þeirri áskorun
til stjórnar og framkvæmdastjóra K. S. að gerð verði athugun og raun-
hæf könnun á því, hvort hagkvæmt myndi reynast að koma á fót vöru-
markaði til hagræðingar á viðskiptum fyrir félagsmenn".
Till. frá Jóni Guðmundss. um „að kjósa 5 manna nefnd til að leita
eftir lausn á deilu um kjör fulltrúa á aðalfund félagsins og fjölda þeirra.
Tillögur sínar skal nefndin leggja fyrir deidarfundi og aðalfund K. S.
1978".
Till. frá Gunnari Oddssyni: „Aðalftmdur K. S. 1977 samþ. að fela
stjórn félagsins að annast samninga um flutning sláturfjár að sláturhúsi
félagsins á komandi hausti. Við framkvæmd málsins skal farið eftir
samþykktum aðalfundar 1976".