Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 35
GLOÐAFEYKIR
33
Úr sveit að sjó
Rcett við Kristin Gunnlaugsson.
Sumir menn eru þannig af guði gerðir, að þeir setja svip á umhverfi
sitt meir en aðrir. Manni finnst jafnvel að þeir séu hluti af því, sem ekki
megi missast. Hverfi þeir af sviðinu verði það fátæklegra eftir.
Einn þeirra manna, sem óneitanlega setm
svip á Sauðárkrók þegar ég man fyrst eftir og
raunar lengi síðan, er Kristinn Gunnlaugsson.
Hægur og kyrrlátur í fasi, þétmr á velli og
þétmr í lund, greindur og íhugull, með glettnis-
blik í augum og ósjaldan gamanyrði á vör.
Engan veginn allra en ókvikull vinur vina sinna.
Kristinn Gunnlaugsson er nú fluttur til
Reykjavíkur fyrir allmörgum áram. Hann er
nú að mesm sesmr í helgan stein, enda liðlega
áttræður orðinn. Vinnudagurinn langur og lífið
ekki alltaf dans á rósum. Nú unir hann sér
löngum við bókasafnið sitt, mikið að vöxmm en
meira að gæðum, og les ekki hvað síst ættfræði. Þau Guðný eiga hlýlegt
heimili að Spítalastíg 5, fast við iðuköst mannlífsins í miðborginni,
en þó er eins og allur skarkali sneiði þar hjá garði. Það er varla að
maður sjái eða heyri bíl aka um gömna.
Nú þegar að því kom, að velja viðmælanda fyrir Glóðafeyki að
þessu sinni, þá kom mér í hug Kristinn Gunnlaugsson. Eg vissi að vísu
ekki hvernig hann mundi taka þeirri málaleitan minni. Hitt vissi ég af
fyrri reynslu, að góð myndu þau hjón heim að sækja og það yrði þá að
hafa það þótt hann mæltist undan viðtalinu.
Og svo var það einn sunnudag í vor, að ég lagði leið mína á Spítala-
stíg 5. Kristinn var hinn hressasti, tók mér með kostum og kynjum og
ekki höfðum við spjallað saman nema svona 10 mínútur er Guðný kom
með kaffið, sem síðan vék ekki af borðinu meðan ég stóð við. Ég færði
erindið í tal við Kristin.
„Ojá, ég veit nú ekki hvað segja skal”, .sagði hann. „Oddur Sigurjóns-
son átti nú við mig smá viðtal fyrir Alþýðublaðið og ég var ekki nógu
ánægður með það. Það kann nú eitthvað að hafa verið mér að kenna en
Kristinn Gunnlaug-sson