Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 38

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 38
36 GLOÐAFEYKIR þegar skólahúsið var stækkað um helming. Um það leyti var Páll Zóphoníasson skólastjóri, en hvarf frá því starfi á þeim árum og við tók Steingrímur Steinþórsson, sem ekki þarf að kynna fyrir Skagfirðingum. A Hólum kynntist ég m.a. vini mínum Vigfúsi Helgasyni kennara, elskulegum manni. Yfirsmiður og eftirlitsmaður með byggingunni var Sig- urður Sigurðsson úr Reykjavík, en tveir Akureyringar tóku verkið í akkorði. Er lokið var byggingavinnunni á Hólum fór ég að Hvalnesi á Skaga Gerði það fyrir þrábeiðni Sigurjóns Oslands, sem þar bjó þá. Byggði fyrir hann 300 kinda fjárhús vesmr í Skagaheiði. Hafði komið þeirri byggingu upp í ágúst um sumarið og taldi mig hafa gert með því talsvert gagn á ekki lengri tíma. Um þetta leyti urðu töluverð tímamót í lífi mínu. Eg hefði e.t.v. snúið mér að búskap, ef gott jarðnæði hefði legið á lausu og þá jafnframt reynt að sinna eitthvað smiðum, bæði fyrir sjálfan mig og aðra. En stefnan varð nú önnur. Eftir að hafa lokið fjárhúsbyggingunni hjá Sigur- jóni á Hvalnesi flutti ég til Sauðárkróks í ágúst um sumarið, og þar var ég svo búsettur í 26 ár. Tók til að byrja með eitt herbergi á leigu og bjó þar með yngsta barnið. Fólk bjó ákaflega þröngt á Króknum í þá daga og var nægjusemin í þeim efnum með hreinum ólíkindum, en ekki var kvartað. Fyrsta verk mitt þegar til Sauðárkróks kom, var að taka að mér upp- setningu á 1000 kjöttunnum fyrir Kaupfélagið, en þá var kjötið saltað en ekki fryst. Tunnurnar þurfm að vera til fyrir haustið en vinnuplássið, sem kaupfélagið hafði, lítið og því óhægt um vik við vinnuna Mér var því um og ó að taka þetta að mér á svo smrtum tíma, en sr. Sigfús Jónsson var þá kaupfélagsstjóri og lagði hann mjög fast að mér að gera þetta fyrir sig. Sr. Sigfús var mikill afbragðsmaður og tel ég mér það mikla gæfu, að hafa kynnst honum. Ekki gat heitið að neitt væri um nýbyggingar húsa á Sauðárkróki um þessar mundir. Ég réð mig því á bát hjá einum kunningja mínum er slámrtíð var úti, og réri nokkra róðra. A þessum árum var það töluvert tíðkað að fara á vertíð til Suður- nesja eða Vestmannaeyja og varð úr, að við tókum okkur saman nokkrir Króksarar og ákváðum að fara til Sandgerðis. Tókum okkur far með Esjunni, rétt fyrir jólin. Auk mín voru þetta Jón Oddsson, Valdimar Péturs- son, Hallgrímur Konráðsson, Abel Jónsson og e.t.v. einhverjir fleiri, þótt ég muni það nú ekki í svipinn. Kaupið, sem okkur var greitt frá ára- mótum til 11. maí, var kr. 625,- Auk fæðis og húsnæðis, en það höfðum við frítt. Haustið eftir byrjaði Loftur Loftsson sinn reksmr í Sandgerði. Bað hann mig að koma til sín sem frystihússtjóra og bauð 1600,- kr. í

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.