Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 41

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 41
GLÓÐAFEYKIR 39 Mér kom nú í hug að panta mér trésmíðavélar og setja upp verkstæði. Minntist ég á það við Jósep Stefánsson, sem ólmur vildi komast í félags- skap um það. Varð það úr og rákum við trésmíðaverkstæði um hríð, en svo komu atvinnuleysis- og kreppuárin og leiddu til þess, að bygginga- vinna minnkaði verulega og þar með grundvöllur fyrir rekstri trésmíða- verkstæðis. Sat þá mjög í mér í bili að flytja til Siglufjarðar, því að þar voru atvinnuhorfur betri en á Króknum. Þetta vissi Steindór heitinn Jónsson. Hann var þá að hugsa um að koma upp frystihúsi á Króknum og stóð Eggert Jónsson frá Nautabúi á bak við það. ,„Blessaður vertu ekki að rjúka til Siglufjarðar", sagði Stein- dór, „komdu heldur til mín sem verkstjóri. Við höfum aldrei of mikið af góðum mönnum hér á Króknum og ég vil ekki missa þá burtu ef annað er hægt". Varð það svo úr, að ég fór til þeirra sem verkstjóri. En þá stóð nú einmitt svo á, að ég var formaður Verkamannafélags- ins og því var kannski ekki nema eðlilegt, að þessi ráðning min mætti mótstöðu innan Sjálfstæðisflokksins. En þeir Steindór Jónsson og Ey- steinn Bjarnason, sem einnig stóð að ráðningu minni í þetta starf, voru miklir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins og þeir höfðu sitt mál fram. Eg var svo verkstjóri hjá Steindóri í 5 ár. Mér líkaði ágætlega að vinna hjá honum. Kannski átti hann það til að vera full fastheldinn á köflum, að því er sumum fannst, en hann þurfti að vera það. Steindór var mjög heilsteyptur maður. „Eg skal hugsa til þess", sagði hann gjarnan ef hann var beðinn einhvers. En þessi orð af munni hans reyndust betri en loforð sumra annarra. Um þetta get ég borið af ærnum kunnugleika því að ég vann bæði í bygginganefnl og hafnarnefnd o. fl. og þekkti hann orðið nokkuð vel. Steindóri kynntist ég annars fyrst á meðan ég var enn í sveit- inni, þá var ég fláningsmaður hjá honum í slámrtíðinni. Þá vildi hann gera mig að beyki hjá sér, en ég færðist undan og varð ekki úr. Steindór hafði lært trésmíði hjá frænda mínum, Þorsteini Sigurðssyni, og hélt mikið upp á hann. Kannski hef ég notið þess. Upp úr þessu gerðist það, að ég tók að mér að sjá um síldarsöltun fyrir Ingvar heitinn Guðjónsson, en hann tók þarna plan á leigu. Hafði það eftirlit raunar á hendi jafnframt því sem ég vann hjá Steindóri, en þar var ég aðeins á tímakaupi. Matsmaður hjá mér í síldinni var Guðný, sem nú er kona mín. Jafnhliða þessum störfum greip ég svo öðru hvoru í byggingavinnu. Arið 1936 byggði ég t.d. húsið Lindargöm 15 og síðan Skagfirðingabraut 25, en þar bjó ég seinusm ár mín á Króknum. Framhald síðar. -mhg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.