Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 43

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 43
GLOÐAFEYKIR 41 Horskur lengi á Bakka bjó, björgina tók af landi og sjó: Æðardún og eggjafans allrei skorti í búi hans. Bezt að sinni hlúði hjörð þá helfrosinn var sær og jörð. Fyrningar hans aukast enn svo undrist bæði Guð og menn. Kæmist Jón í kvennafans hver ein laut þá valdi hans. Hann varð strax — og hann er enri hrundum kærri en aðrir menn. Gamanyrði glóðu á vör, gneistuðu augun hvöss og snör. Snerust um hann ungmeyjar eins og sólu stjörnurnar. Hvar í sveit er sat við skál sindraði af snilli kappans mál. Trauðla seinn í tilsvörum, talaði allt í hendingum — og það voru engin atomljóð: eldforn smðlun, snjöll og góð. Otrauður við öl og dans eins og Stefán vinur hans. Vemdi góðar vættir hann vorrar þjóðar listamann. A efnum hans verði ekki þurrð, enginn tali um niðurskurð. Aldrei snótir arískar etji ’onum á kvennafar. Engin sekt hans gremji geð þótt gleymi hann að baða féð. Sitji hann margan sýslufund Churshills maki á vorri gmnd. Kveði hann enn mörg kyngiljóð svo kætist menn og brosi fljóð.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.