Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 46

Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 46
44 GLOÐAFEYKIR Fallnir félagar HERDÍS GRÍMSDÓTTIR, húsfr. á Sauðárkr., lézt þ. 15. sept. 1971. Hún var fædd að Syðri-Reykjum í Biskupstungum 15. nóv. 1SS4, dóttir Gríms bónda þar Einarssonar, Einarssonar bónda í Sölvholti, og konu hans Kristínar Gissurardóttur bónda á Vatnsenda í Flóa, Diðrikssonar frá Laugarási. Kona Einars í Sölvholti var Sigríður Einarsdóttir frá Miðfelli. Foreldrar Herdísar bjuggu fyrsm árin á Vatnsenda, en síðan á Syðri-Reykjum langa hríð og búnaðist ágætlega. Þar ólst Herdís upp, næstyngst 10 systkina, er upp komust, á miklu myndar- og menningarheimili. Var þar fjöl- mennt alla jafna, glaðværð og söngur, góðvild og hlýhugur lá í lofti. Um rvítugsaldur fór Her- dís að Gerðiskoti til Dags Brynjólfssonar, hins þjóðkunna félagsmálafrömuðar, og konu hans Þórlaugar Bjarnadótmr. Þar kynntist hún fræðaþulnum Brynjólfi frá Minna-Núpi, föður Dags; urðu þau kynni henni hugstæð alla tíð, og þó einkum og sér í lagi hin einstæða frásagnarlist Brynjólfs. Sumarlangt var Herdís í Skálholti hjá læknishjónunum þar, Skúla Arnasyni og Sigríði Sigurðardótmr, en fór síðan til Reykjavíkur, nam í Hússtjórnarskólanum, lærði að því loknu fatasaum og smndaði síðan. Arið 1912 gekk Herdís að eiga Pétur í Vatnshlíð á Skörðum Guðmunds- son bónda þar, Sigurðssonar, og konu hans Þuríðar Stefánsdóttur. Reism þau bú í Vatnshlíð 1913 og bjuggu þar miklu myndarbúi í fjórðung aldar, en flutm þá til Sauðárkr. og stofnuðu þar heimili. Þau hjón eignuðust þrjár dæmr og eru tvær á lífi: Kristín, áður þerna á Gullfossi, og Þuríður. húsfr. á Sauðárkr. ekkja eftir Stefán Sigurðsson skipstj. (Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 89). Pémr lifir konu sína, aldurhniginn maður. Herdís Grímsdóttir var meðalkona á vöxt og þó naumlega, fríðleikskona á yngri árum og hélt sér vel til hárrar elli. „Hún var um alla hluti vel gerð kona. Hún var prýðilega greind, hagsýn og listræn". Hún var gædd fallegri söngrödd og hafði mikið yndi af söng. Hún var samúðarrík, greið- Herdís Grímsdóttir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.