Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 48

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 48
46 GLÓÐAFEYKIR fram til góðs. Hún lifði langa ævi og eigi áfallalausa, en dugnaður hennar og þrek, samfara öruggu trúnaðanrusti barg henni heilli og óskaddaðri yfir allar torfærur. EAÍIL GUNNLAUGSSON, vm. frá Daðastöðum á Reykjaströnd, lézt þ. 24. nóv. 1971. Hann var fæddur að Stóragerði í Oslandshlíð 23. júní 1914, sonur Gunnlaugs bónda á Sjöundastöðum í Flókadal, Sigfússonar bónda í Asgeirsbrekku o. v., Dagssonar, og Sigríðar Gísladóttur Asmundssonar. Emil ólst upp á ýmsum stöðum austan Héraðsvatna, mun að mesm hafa verið á vegum föður síns á æskuárum, eftir það í vist á nokkrum bæjum í Blönduhlíð, síðast í Litladal hjá Jóhanni Jónssyni og Sesselju Olafsdóttur, er þar bjuggu. Með þeim fluttist hann að Daðastöðum árið 1947. I skjóli þeirra og barna þeirra dvaldi hann meðan þau bjuggu á Daðastöðum, og til þeirra gat hann ávallt leitað ef einhvern vanda bar að höndum. En er þau fluttu til Sauðárkróks gerðist hann vist- maður á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga á Sauðárkróki og þar dvaldi hann þau ár er hann átti ólifuð en tók sér þó smndum ferð á hendur til að heimsækja vini og kunn.'ngja og dvaldi hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. „Emil var meðalmaður á hæð, þrekvaxinn, fremur stirðlegur í hreyf- ingum, búlduleimr ásýndum. Hann var alla ævi vanheill, og bar útlit hans og framganga öll þess nokkur merki. Hann kvæntist ekki né átti börn, en nokkmm árum áður en hann dó eignaðist hann vinkonu, sem hann kallaði unnusm sína; hét hún Þuríður Þorsteinsdóttir og var úr Ólafsfirði. Hann ól þá von í brjósti að þau gætu, er fram liðu stundir, stofnað sitt eigið heimili. En heilsa hans og aðstæður allar leyfðu eigi, að sá draumur gæti rætst". „Enda þótt lífið færi ekki alltaf mjúkum höndum um Emil, þá átti það þó sínar björm hliðar. Hann varðveitti ávallt barnslundina, var alltaf glaður og hress og eignaðist góða vini, er að honum hlúðu. Övildarmenn átti hann enga". (St. M.). SIGRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR, húsfr. í Réttarholti í Blönduhlíð, lézt þ. 10. febrúar 1972. Hún var fædd að Réttarholti 13. des. 1886 og ól þar aldur sinn allan. Var faðir hennar Rögnvaldur sýslunefndarm. og bóndi í Réttarholti Björns- son, síðast bónda í Eyhildarholti, þess er drukknaði í Héraðsvötnum (Suður-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.