Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 49

Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 49
GLOÐAFEYKIR 47 kvísl) skammt frá heimili sínu 5. maí 1853; var talið að hann hefði lent í sandkviku, hurfu bæði hestur og maður og sáust eigi framar. Björn var sonur Olafs bónda á Auðólfsstöðum í Langadal, Björnssonar, og konu hans Margrétar Snæbjarnardómir prests í Grímstungum í Vatnsdal; var Björn albróðir síra Arnljóts á Bægisá, og þarf eigi þá ætt að rekja. Kona Björns og móðir Rögnvalds var Filippía Hannesdóttir prests og skálds á Ríp, Bjarnasonar bónda í Djúpadal, og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Alsystir Rögnvalds var Margrét, móðir dr. Rögnvalds prests Pémrssonar í Winnipeg. — Móðir Sig- ríðar og kona Rögnvalds í Réttarholti var Freyja Jónsdóttir prests Norðmanns að Barði í Fljótum og konu hans Katrínar Jónsdóttur prests að Undirfelli, Eiríkssonar prests að Stað- arbakka, Bjarnasonar bónda Djúpadal. Voru þau hjón því skyld að frændsemi öðrum þræði bæði af Djúpadalsætt. Stóðu að Sigríði í Réttarholti og þeim systkinum hinar merkusm ættir á báða bóga, vitsmunamenn og búhöldar. Sigríður Rögnvaldsdóttir óx upp með foreldrum sínum í Réttarholti. Vom þau 7 börn þeirra hjóna, dæmr 6 og einn sonur, var Sigríður hið 4. í röðinni. Er nú Margrét ein á lífi þeirra systkina, kona Þorsteins Björns- sonar prófasts á Miklabæ í Blönduhlíð. I Réttarholti var mikið menningar- heimili. Þar var mikið numið af gáfuðum og fjölvísum foreldrum, mikið lesið og rætt um það, sem lesið var. Þar var einstök gestrisni, hlý og innileg glaðværð, djúpur skilningur á eðli og þörfum æskunnar. Það er víst, að mótunaráh.rif uppeldis og minningar frá glöðum æskudögum entust þeim Réttarholtssystkinum ævilangt, jók þeim víðsýni og bjartsýni, lífstrú og lífsvizku. Arið 1921 giftist Sigríður ]óni í Sólheimum í Blönduhlíð Sigurðssyni bónda þar, Jónssonar, og konu hans Sæunnar Halldórsdótmr, alsysmr Friðbjargar á Víðimýri (Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 45). Það hið sama ár reistu þau bú í Réttarholti og bjuggu þar góðu búi óslitið til hárrar elli. Var Sigríður góð búkona, dugmikil og hagsýn og frábær húsmóðir. Þau hjón eignuðust eina dótrnr barna, Jóhönnu, húsfr. í Réttarholti, gifta Gísla Kristjánssyni, bónda þar. Sigríður í Réttarholti var væn kona á velli, andlitsfríð, myndarkona hin mesta, hvar sem á var litið. Hún var ágætlega gefin og skýr í hugsun, fljúgandi hagmælt, sem þær sysmr fleiri, en flíkaði lítt, enda dul í skapi og bar eigi hugsanir sínar né tilfinningar á torg. Nokkur kvæði og stökur Sigríður Rögnvaldsd.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.