Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 56
54
GLOÐAFEYKIR
ingum, mikill vaskleikamaður, djarffær og eitilharður. Hann var fríður
maður ásýndum, fölleimr og grannleitur, glaðlegur og broshýr, augun
hvöss og snör, en um leið hlý og glettnisleg. Hann var rakinn gleðimaður,
hlaðinn miklu lífsf jöri og lífsþrótti, unni vífum og víni á gamla og góða
hófsemdarvísu, söngelskur og söngvinn og frábær raddmaður, hafði háa
og fagra tenórrödd. Hann var hverjum manni vinsælli, flestum mönnum
meiri ljúflingur. Hann lifði lífinu af hjartans lyst — og gleymdi þó
enga smnd skyldum sínum við lífið og samfélagið, við fjölskyldu sína
og sjálfan sig. Hann hvarf af þessum heimi háaldraður með hreinan skjöld
og hvers manns þökk, sérstæður maður og samferðamönnum minnilegur.
SÖLVI SVEINSSON, f. bóndi í Valagerði á Skörðum, lézt þ. 25. apríl
1972.
Fæddur var hann að Álftagerði í Seyluhreppi 12. sept. 1895, sonur
Sveins bónda þar Sölvasonar, hreppstj. og bónda
á Sjávarborg, Guðmundssonar bónda í Skarði,
Björnssonar, og konu hans Elísabetar Stefáns-
dótmr bónda í Vatnshlíð, Einarssonar bónda í
Holtskoti, Jónssonar, en kona Stefáns og móðir
Elísabetar var Lilja Jónsdóttir bónda í Kirkju-
skarði á Laxárdal fremra.
Sölvi, sem var yngstur fjögurra systkina,
missti föður sinn 10 ára gamall. Skömmu áður
hafði móðir hans fengið heilablæðingu, er síð-
ar tók sig upp, svo að hún varð farlama og
rúmföst upp þaðan. Eftir lát eiginmanns síns
fluttist Elísabet, ásamt með börnum þeirra, til
Þuríðar sysmr sinnar og eiginmanns hennar, Guðmundar bónda í Vatns-
hlíð Sigurð'sonar. Var hún þar til æviloka, síðusm árin hjá Pétri bónda,
sysmrsyni sínum, og Herdísi konu hans. Hún lézt árið 1925.
Roskin kona, er Jóhanna hét, sá að verulegu leyti um uppeldi Sölva.
Hálfþrímgur að aldri, árið 1920, reisti hann bú í Valagerði og bjó þar
til 1923. Hvarf þá til annarra starfa um stundarsakir, en hóf afmr búskap
á sömu jörð árið 1927 og bjó þar óslitið til 1954. Síðusm árin allmörg
var hann á Víðimýri í skjóli Jóhanns bónda þar Gunnlaugssonar, farinn
að heilsu og nær blindur að lokum.
Sölvi hafði jafnan lítið bú, enda jörðin eigi stór. En búið var gagnsamt,
hann fór ágæta vel með allar skepnur og gáfu þær honum góðan arð.
Hann var hirðumaður mikill og þrifamaður í allri umgengni.
Sölvi Sveinsson