Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 57
GLOÐAFEYKIR
55
Sölvi Sveinsson var í hærra lagi, grannvaxinn og grannholda; fölleitur,
eigi yfirbragðsmikill á að sjá, en góðlegur og hlýr, tryggur í lund og
einstakt prúðmenni. „Hann var frekar fáorður við fyrsm fundi, en rættist
vel úr, skýr og skemmtilegur í tali, enda maðurinn vel greindur". (H. B.).
Hann var óhlutdeilinn um annarra hagi og eigi umsvifamaður, vel skapi
farinn og vandaður um alla hluti.
Sölvi dó ókvænmr og barnlaus.
ELÍSABET JÚLÍUSDÓTTIR, f. húsfr. í Efra-Ási í Hjaltadal, lézt þ.
6. maí 1972.
Hún var fædd á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 20. okt. 1895, dóttir
Júlíusar bónda á Þverá í Urðasókn Magnús-
sonar, Þorleifssonar, og konu hans Önnu Frið-
riku Jónsdótmr, er gifmr var Rósu Sigfúsdótmr.
Elísabet ólst að miklu leyti upp hjá þeim
sæmdarhjónum síra Stefáni Kristinssyni og Sol-
veigu Pémrsdótmr Eggerz á Völlum í Svarf-
aðardal. Síðar var hún í vist hjá þeim vígslu-
biskupshjónum á Akureyri, síra Geir og frú
Sigríði. Eftir það hvarf hún vesmr hingað til
Skagafjarðar og dvaldist á ýmsum stöðum áður
en hún gifrist, m.a. á Hellulandi um stund og
einnig hjá læknishjónunum í Hofsósi, Magnúsi Elísabet júlíusdóttir
Jóhannssyni og frú Rannveigu Tómasdótmr.
Nálægt áramótum 1916 og 1917 giftist hún Rósmundi Sveinssyni, sjá
þátt um hann í Glóðafeyki 1972, 13. h. bls. 60. Þar er greint frá dvalar-
stöðum og ábýlisjörðum þeirra hjóna svo og talin börn þeirra. Rósmundur
féll frá 1963.
„Elísabet Júlíusdóttir var glæsileg kona, grannvaxin á yngri árum en
varð þéttvaxin, er aldur færðist yfir hana. Hamhleypa til starfa. Hún
var mannkostakona, hrein og bein, án undirhyggju, hið mesta tryggða-
tröll... Hún var glaðvær í skapi, óvílin og reyndi að líta björmm augum
á lífið og framtíðina. Vel mun henni hafa komið, að Rósmundur maður
hennar var geðgæðingur". (Kolb. Kr.).
JÓN SIGURÐSSON, bóndi í Réttarholti í Blönduhlíð, lézt þ. 23. maí
1972.
Fæddur var hann að Bási í Hörgárdal 26. júní 1890. Foreldrar: Sigurður
bóndi í Sólheimum í Blönduhlíð Jónsson, bónda á Hallfríðarstöðum í