Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 58

Glóðafeykir - 01.11.1977, Qupperneq 58
56 GLOÐAFEYKIR Hörgárdal, Sigurðssonar bónda á Stekkjarflötum á Kjálka, Hermannssonar, og kona hans Sæunn Halldórsdóttir bónda í Hallfríðarstaðakoti í Hörgár- dal, Stefánssonar, en fyrri kona Halldórs og móðir Sæunnar var Elísabet Jóhannesdóttir. Var Sæunn hálfsystir, samfeðra, Friðbjargar á Víðimýri, sjá Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 45. Arið 1898 fluttist Jón með foreldrum sínum vesmr hingað að Sólheimum og ólst þar upp til fullorðinsára. Var fyrir búi með móður sinni eftir lát föður síns síðla árs 1919. Árið 1921 kvæntist hann Sigríði Rögnvaldsdóttur í Réttar- holti, sjá þátt um hana hér að framan. Hófu þau þegar búskap í Réttarholti og bjuggu þar til hárrar elli. Sæunn, móðir Jóns, fluttist með Jón Signrðsson syni sínum að Réttarholti og andaðist þar 1935. Jón í Réttarholti var góður bóndi, mikill atorku- og áhugamaður, kappsfullur, að hverju sem hann gekk, þrifamaður mesti, fór vel með allar skepnur, laginn hestamaður. Jón var traustur maður og aðgætinn, reikningsglöggur, hygginn fjármálamaður. Hann var kvaddur til að gegna ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið, sat t.a.m. lengi í hreppsnefnd. Þau störf sem önnur rækti hann af stakri skyldurækni, fylgdi máli sínu ávallt fram af einurð og fesm og var eigi undanlátssamur, er hann taldi sig hafa rétt mál að flytja. Með konu sinni eignaðist Jón eina dóttur, Jóhönnu, húsfr. í Réttarholti. Aðra dóttur eignaðist hann með Kristrúnu Helgadóttur, B'tmu, húsfr. á Selfossi. Jón í Réttarholti var góður meðalmaður á vöxt, „mikill röskleikamaður, ákaflega snar og hljóp gjarnan við fót". Hann var örgeðja og bráður nokk- uð í lund, en fljómr til sátta og drengur góður. Han var manna skjótastur til hjálpar, ef til hans var leitað um aðstoð. Hann var gestrisinn og höfðingi heim að sækja sem og bæði þau hjón, vinsæll maður og vel metinn. MARGRÉT JÓNASDÓTTIR. húsfr. á Sauðárkr., lézt þ. 30. maí 1972. Hún var fædd að Hrafnsstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal 11. maí 1883, dóttir Jónasar bónda þar Hanssonar og konu hans Olafar Vigfúsdótmr hreppstj. á Myrká í Hörgárdal, Gíslasonar bónda á Minna-Grindli í Fljót- um, Þorlákssonar, en móðir Ólafar og fyrri kona Vigfúsar var Þorbjörg Gamalíelslóttir prests á Myrká, Þorleifssonar. Sex ára gömul fór Margrét í fóstur til Árna hreppstj. Árnasonar á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.