Glóðafeykir - 01.11.1977, Síða 58
56
GLOÐAFEYKIR
Hörgárdal, Sigurðssonar bónda á Stekkjarflötum á Kjálka, Hermannssonar,
og kona hans Sæunn Halldórsdóttir bónda í Hallfríðarstaðakoti í Hörgár-
dal, Stefánssonar, en fyrri kona Halldórs og móðir Sæunnar var Elísabet
Jóhannesdóttir. Var Sæunn hálfsystir, samfeðra,
Friðbjargar á Víðimýri, sjá Glóðaf. 1971, 12. h.
bls. 45.
Arið 1898 fluttist Jón með foreldrum sínum
vesmr hingað að Sólheimum og ólst þar upp
til fullorðinsára. Var fyrir búi með móður sinni
eftir lát föður síns síðla árs 1919. Árið 1921
kvæntist hann Sigríði Rögnvaldsdóttur í Réttar-
holti, sjá þátt um hana hér að framan. Hófu
þau þegar búskap í Réttarholti og bjuggu þar
til hárrar elli. Sæunn, móðir Jóns, fluttist með
Jón Signrðsson syni sínum að Réttarholti og andaðist þar 1935.
Jón í Réttarholti var góður bóndi, mikill
atorku- og áhugamaður, kappsfullur, að hverju sem hann gekk, þrifamaður
mesti, fór vel með allar skepnur, laginn hestamaður. Jón var traustur
maður og aðgætinn, reikningsglöggur, hygginn fjármálamaður. Hann var
kvaddur til að gegna ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið, sat t.a.m. lengi í
hreppsnefnd. Þau störf sem önnur rækti hann af stakri skyldurækni, fylgdi
máli sínu ávallt fram af einurð og fesm og var eigi undanlátssamur, er
hann taldi sig hafa rétt mál að flytja.
Með konu sinni eignaðist Jón eina dóttur, Jóhönnu, húsfr. í Réttarholti.
Aðra dóttur eignaðist hann með Kristrúnu Helgadóttur, B'tmu, húsfr. á
Selfossi.
Jón í Réttarholti var góður meðalmaður á vöxt, „mikill röskleikamaður,
ákaflega snar og hljóp gjarnan við fót". Hann var örgeðja og bráður nokk-
uð í lund, en fljómr til sátta og drengur góður. Han var manna skjótastur
til hjálpar, ef til hans var leitað um aðstoð. Hann var gestrisinn og höfðingi
heim að sækja sem og bæði þau hjón, vinsæll maður og vel metinn.
MARGRÉT JÓNASDÓTTIR. húsfr. á Sauðárkr., lézt þ. 30. maí 1972.
Hún var fædd að Hrafnsstöðum (nú Hlíð) í Hjaltadal 11. maí 1883,
dóttir Jónasar bónda þar Hanssonar og konu hans Olafar Vigfúsdótmr
hreppstj. á Myrká í Hörgárdal, Gíslasonar bónda á Minna-Grindli í Fljót-
um, Þorlákssonar, en móðir Ólafar og fyrri kona Vigfúsar var Þorbjörg
Gamalíelslóttir prests á Myrká, Þorleifssonar.
Sex ára gömul fór Margrét í fóstur til Árna hreppstj. Árnasonar á