Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 60

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 60
58 GLOÐAFEYKIR árið 1926 tóku þau til fósturs sex mánaða stúlkubarn, Gunnhildi Abelínu Magnúsdóttur. Þessari litlu stúlku gengu þau í foreldrastað og ólu upp sem væri þeirra eigið barn, gáfu henni alla ástúð sína og umhyggju". (Sr. G. G.). Gunnh.ildur Andrésdóttir var naumlega meðalkona á hæð, en þrekvaxin og holdug nokkuð, er á leið ævi. Hún var dökk á brún og brá, væn kona í sjón og raun, trygg í lund og vinföst. Eigi var hún umsvifakona, en helgaði heimilinu krafta sína, vann störf sín öll í kyrrþey og anda hinnar góðu og skylduræknu húsfreyju. GUÐJÓN JÓHANNSON, f. bóndi að Nýlendi á Höfðaströnd, lézt þ. 27. júní 1972. Hann var fæddur að Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit 10. ágúst 1887, sonur Jóhanns bónda í Saurbæ á Neðribyggð Jóhannssonar og konu hans Þuríðar Símonar- dótrnr bónda á Bjarnastöðum í Unadal, Krist- jánssonar. Var Guðjón albróðir Jóhönnu, konu Jóhanr.esar Sigvaldasonar, sjá Glóðaf. 1968, 8. h. bls. 39- Guðjón var hinn 4. í röð 8 alsystkina, er á legg komust. Ungum var honum komið í fóst- ur til móðursystur sinnar, Guðbjargar Símonar- dóttur og eiginmanns hennar, Guðjóns Vigfús- sonar, er þá og lengi síðan bjuggu á Grund- arlandi í Unadal; hjá þessum fósmrforeldrmu sínum ólst hann upp til fullorðinsára. „Gmnd- arlandsheimilið var talið til fyrimyndar að snyrtimennsku og reglusemi og mótaðist Guðjón mjög í þeim anda, vildi hafa reglu á öllum hlumm, enda sjálfur snyrtilegur í hvívetna". (Björn í Bæ). Arið 1914 kvæntist Guðjón Ingibjörgu Sveinsdóttur bónda í Háagerði á Höfðaströnd, Stefánssonar síðast bónda á Bjarnastöðum í Unadal, Her- mannssonar, og konu hans Onnu Símonardóttur bónda á Bjarnastöðum, Kristjánssonar, en kona Símonar og móðir Onnu var Guðbjörg Sigmunds- dóttir. Var Ingibjörg alsystir Rósmundar í Efra-Asi (sjá Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 60). Hermanns á Miklahóli og þeirra systkina. Þau Guðjón og kona hans reistu bú á Nýlendi og bjuggu þar óslitið í 40 ár, eða allt til þess er Ingibjörg andaðist árið 1954. Bú þeirra hjóna var aldrei stórt, en snomrt og gagnsamt í bezta lagi. Eftir að Guðjón missti konu sína og hvarf frá búsýslu, dvaldis hann lengstum hjá dætrum sínum til skiptis, en þó lengst hjá Svanhildi. Guðión frá Nýlendi

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.