Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 61

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 61
GLOÐAFEYKIR 59 Þau Guðjón og Ingibjörg eignuðust 7 börn, og komust 6 upp: Fanney, dó ógift, Jóhann, múrarameistari og skólastjóri Iðnskólans á Sauðárkr., GuSríður, húsfr. á Sauðárkr., Sveinn. dáinn, Þorkell, múrari í Reykjavík og Svanhildur, húsfr. í Hofsós, forstöðukona saumastofu K. S. þar á staðnum. Guðjón Jóhannsson var í hærra lagi á vöxt, grannleitur og liold- skarpur. Hann var maður dagfarsprúður, óhlutsamur, „frekar innhverfur og fáskiptinn í umgengni, vinsæll maður og góður drengur, enda heyrðist eigi hnjóðsyrði mælt í hans garð. (Heimildir frá Birni í Bæ). SVEINSÍNA SIGURÐARDÓTTIR, húsfr. á Sauðárkr., lézt þ. 5 júlí 1972. Hún var fædd á Sviðningi á Skagaströnd 5. ágúst 1892, dóttir Onnu Guðmundsdómir vinnukonu þar og Sigurðar Sveinssonar, vinnum. á Selnesi á Skaga. Foreldr- ar hennar héldu ekki heimili saman, og fór hún ung í fósmr til þeirra Selneshjóna, Magnúsar Björnssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur. Magnús lézt árið 1899 (sjá þátt um Vigfús, son hans, í Glóðaf. 1969, 10. h. bls. 78), er Svein- sína var barn að aldri, en Ingibjörg hélt áfram búskap með sonum þeirra hjóna, og hjá þeim dvaldist Sveinsna unz hún fór að vinna fyrir sér. Eftir það var hún í vist á ýmsum stöðum í Skefilsstaðahreppi unz hún flutti til Sauðárkróks árið 1926 og bjó þar síðan til dauðadags. Á Sauðárkróki var Sveinsína í vist lengi vel, m.a. hjá Gísla Guðmunds- syni gestgjafa, einnig hjá Pétri Sighvats símstjóra og konu hans Rósu Daníelsdóttur, og hjá þeim hjónum ólst upp að verulegu leyti dóttir hennar, en hún hafði eignazt tvö myndarleg börn: Aðalstein Stefánsson, nú bílstj. í Reykjavík og Hallfríði Rútsdóttur, húsfr. á Sauðárkr. Árið 1940 stofnaði Sveinsína heimili með Jóni Þorkelssyni frá Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd; bjuggu þau saman eftir það, meðan bæði lifðu. Sveinsína var í minna lagi á vöxt, fölleit ásýndum með skarpa og skýrt mótaða drætti. Hún var stillt kona og hljóðlát, hlédræg og fáskiptin. Hún var þrifin og vel verki farin skyldurækin og frábærlega trú í öllu starfi. Hún hafði sig lítt í frammi, en naut óskoraðrar virðingar og trausts þeirra, er þekkm hana lengst og bezt (Heimilarm. St. Magn.). Sveinsína Sigurðard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.