Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 61

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 61
GLOÐAFEYKIR 59 Þau Guðjón og Ingibjörg eignuðust 7 börn, og komust 6 upp: Fanney, dó ógift, Jóhann, múrarameistari og skólastjóri Iðnskólans á Sauðárkr., GuSríður, húsfr. á Sauðárkr., Sveinn. dáinn, Þorkell, múrari í Reykjavík og Svanhildur, húsfr. í Hofsós, forstöðukona saumastofu K. S. þar á staðnum. Guðjón Jóhannsson var í hærra lagi á vöxt, grannleitur og liold- skarpur. Hann var maður dagfarsprúður, óhlutsamur, „frekar innhverfur og fáskiptinn í umgengni, vinsæll maður og góður drengur, enda heyrðist eigi hnjóðsyrði mælt í hans garð. (Heimildir frá Birni í Bæ). SVEINSÍNA SIGURÐARDÓTTIR, húsfr. á Sauðárkr., lézt þ. 5 júlí 1972. Hún var fædd á Sviðningi á Skagaströnd 5. ágúst 1892, dóttir Onnu Guðmundsdómir vinnukonu þar og Sigurðar Sveinssonar, vinnum. á Selnesi á Skaga. Foreldr- ar hennar héldu ekki heimili saman, og fór hún ung í fósmr til þeirra Selneshjóna, Magnúsar Björnssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur. Magnús lézt árið 1899 (sjá þátt um Vigfús, son hans, í Glóðaf. 1969, 10. h. bls. 78), er Svein- sína var barn að aldri, en Ingibjörg hélt áfram búskap með sonum þeirra hjóna, og hjá þeim dvaldist Sveinsna unz hún fór að vinna fyrir sér. Eftir það var hún í vist á ýmsum stöðum í Skefilsstaðahreppi unz hún flutti til Sauðárkróks árið 1926 og bjó þar síðan til dauðadags. Á Sauðárkróki var Sveinsína í vist lengi vel, m.a. hjá Gísla Guðmunds- syni gestgjafa, einnig hjá Pétri Sighvats símstjóra og konu hans Rósu Daníelsdóttur, og hjá þeim hjónum ólst upp að verulegu leyti dóttir hennar, en hún hafði eignazt tvö myndarleg börn: Aðalstein Stefánsson, nú bílstj. í Reykjavík og Hallfríði Rútsdóttur, húsfr. á Sauðárkr. Árið 1940 stofnaði Sveinsína heimili með Jóni Þorkelssyni frá Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd; bjuggu þau saman eftir það, meðan bæði lifðu. Sveinsína var í minna lagi á vöxt, fölleit ásýndum með skarpa og skýrt mótaða drætti. Hún var stillt kona og hljóðlát, hlédræg og fáskiptin. Hún var þrifin og vel verki farin skyldurækin og frábærlega trú í öllu starfi. Hún hafði sig lítt í frammi, en naut óskoraðrar virðingar og trausts þeirra, er þekkm hana lengst og bezt (Heimilarm. St. Magn.). Sveinsína Sigurðard.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.