Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 62

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 62
60 GLOÐAFEYKIR GUÐJÓN JÓNSSON, f. bóndi og oddviti á Tunguhálsi í Tungusveit, lézt þ. 30. júní 1972. Hann var fæddur að Tunguhálsi 27. jan. 1902, sonur Jóns húsmanns þar og síðar bónda í Héraðsdal, Einarssonar, og konu hans Sigríðar Sigurðardótrur bóndi í Svartádal fremri, sjá þátt um Jón í Glóðaf. 1967, 6. h. bls. 46. Guðjón var þegar eftir fæðingu tekinn í fóst- ur af þeim Tunguhálshjónum, Guðmundi Olafs- syni og Guðrúnu Þorleifsdómir. Guðmundur lézt 1908, en Guðrún giftist aftur 1910 og gekk þá að eiga Svein Stefánsson, merkan fram- kvæmdamann og mikinn búhöld. Guðjón ólst upp á Tunguhálsi með fósturforeldrum sínum, stundaði nám í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1922. Vann svo að búi fósturforeldra sinna enn um hríð. Arið 1928 kvæntist Guðjónl'cilborgu Hjálmarsdóttur bónda á Breið í Tungusveit og síðar í Saurbæ, Jónssonar, og konu hans Rósu Björns- dóttur bónda á Grímsstöðum í Svartárdal, Jónssonar, alsysmr Helga, föður Erlends, sjá Glóðaf. 1972, 13- h. bls. 68. Þau reistu bú á Tungu- hálsi 1929 og bjuggu á móti fósturforeldrum Guðjóns til 1938, er gömlu hjónin brugðu búi og fluttu til Akureyrar, eftir það á allri jörð- inni til 1955, en létu þá af búskap og fóru byggðum til Sauðárkróks. Guðjón var mikill starfsmaður og ágætur bóndi, hagsýnn í bezta lagi, bjó stórbúi og gagnsömu að sama skapi, kunni vel til allrar fjárgæzlu og varð sterkefnaður maður á bænda vísu. Eftir að til Sauðárkróks kom stundaði hann byggingarvinnu o. fl., var og um hríð forstjóri Verzlunar- félags Skagfirðinga; mun hafa hugsað sér að verja það fyrirtæki falli og gæða þ?.ð nýju lífi, en það var raunar vonlaust verk. Guðjón á Tunguhálsi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var í hreppsnefnd 1944—1958 og oddviti sveitarstjórnar þann tíma mestallan; sat lengi í skattanefnd og fleira mætti telja. Oll slík störf annaðist hann af stakri alúð og trúmennsku, enda traustur maður og reglusamur um alla hluti. Sex eru börn þeirra Tunguhálshjóna, dóttir ein og fimm synir: Valgeir, bóndi á Daufá á Neðribyggð, Auður, húsfr. á Akureyri, Garðar, verkam. á Sauðárkr., Guðsteinn og Hjálmar, bændur á Tunguhálsi og Stefán, yngstur, dvelst í foreldrahúsum. Guðjón á Tunguhálsi var í hærra lagi en frekar grannvaxinn, vel á Guðjón Jónsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.