Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 64

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 64
62 GLÓÐAFEYKIR í ættum, einkum hinar betri, og sonur tæki við af föður. Fékk hann sett lög á Alþingi, er tryggja skyldu þannig varanlega ábúð sama ættleggs á sömu jörð (lög urn erfðaábúð og óðalsrétt). Þau lög hafa eigi náð tilgangi sínum, sem og naumast var að vænta. Mun það hafa valdið honum veru- legum vonbrigðum. A langri ævi gegndi Jón á Reynistað fjölda opinberra trúnaðarstarfa. Hann var þingmaður Skagfirðinga 1919—1931, 1933—1934 og loks frá hausti 1942 til vors 1959; landskjörinn þingmaður 1934—1937, sat á 33 þingurn alls. Hreppstjóri Staðarhrepps 1930—1964 og sýslunefndar- maður 1928—1970. Hreppsnefndarmaður 1916—1922 og aftur 1928—1958, oddviti 1919—1922. Safnaðarfulltrúi um árabil. Sat á Bún- aðarþingi 1932—1965 og í landnámsstjórn um hríð. Kjörinn heiðurfélagi Búnaðarfél. Isl. 1965. I framkvæmdanefnd mæðiveikivarna 1937—1942. Starfaði i milliþinganefndum, kjörnum af Alþingi og enn öðrum kosnum af Búnaðarþingi. I stjórn Stéttarsamb. bænda frá stofnun þess 1945 til 1961, í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947—1961. í fasteignamatsn. Skagafjarðars. 1938—1942. í stjórn Kaupfél. Skagf. 1919—1928, í stjórn Sláturfél. Skagf. 1928—1945 og formaður frá 1938. í stjórn Búnaðarsamb. Skagaf. frá stofnun þess 1931 til 1965. Einn helztur hvata- maður að stofnun Sögufél. Skagf., í stjóm þess frá öndverðu 1937 til 1930 og formaður um hríð. Kjörinn heiðurfélagi á 30 ára afmæli félagsins. I útgáfunefnd Skagfirzkra fræða frá 1937. Var lengi í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Jón var frumkvöðull að viðgerð og varð- veizlu á Glaumbæjarbænum, átti manna mestan þátt í stofnun og við- gangi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, formaður stjórnar safnsins frá upphafi. Hann var á sínum tima einn af stofnendum Ungmennasamb. Skagafj. og kjörinn heiðursfélagi þess fyrir nokkmm ánun. Jón var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1951. Jón á Reynistað kom víða við, svo sem hér má sjá; er þó naumast full- talið. Jón var ötull starfsmaður á hvaða sviða sem var, svo á Alþingi sem annars staðar. Þó munu störf hans á Alþingi eigi endast honum til lang- lífis, né heldur afskipti hans af almennum málurn heima í héraði. Þar ber annað hærra. Jón var þjóðlegur maður á alla grein, mikill Islendingur, enn meiri Skagfirðingur. Hann var í eðli sínu rakinn fræðimaður, vel að sér í seinni tíma persónusögu skagfirzkri og þó einkum ættvísi. Hann var lífið og sálin í Sögufélagi Skagfirðinga, réð mestu um útgáfu flestra rita félagsins og vann þar mikið og gott starf, sem lengi mun halda nafni hans á lofti. Hann var ritstjóri og aðahöfundur Jarða- og búendatals i Skagafirði 1781—1958, sem er undirstöðurit og einstakt í sinni röð. Hug sinn til skagfirzkra fræðistarfa sýndu þau Reynistaðarhjón með myndarlegu fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.