Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 64
62
GLÓÐAFEYKIR
í ættum, einkum hinar betri, og sonur tæki við af föður. Fékk hann sett
lög á Alþingi, er tryggja skyldu þannig varanlega ábúð sama ættleggs á
sömu jörð (lög urn erfðaábúð og óðalsrétt). Þau lög hafa eigi náð tilgangi
sínum, sem og naumast var að vænta. Mun það hafa valdið honum veru-
legum vonbrigðum.
A langri ævi gegndi Jón á Reynistað fjölda opinberra trúnaðarstarfa.
Hann var þingmaður Skagfirðinga 1919—1931, 1933—1934 og loks frá
hausti 1942 til vors 1959; landskjörinn þingmaður 1934—1937, sat á
33 þingurn alls. Hreppstjóri Staðarhrepps 1930—1964 og sýslunefndar-
maður 1928—1970. Hreppsnefndarmaður 1916—1922 og aftur
1928—1958, oddviti 1919—1922. Safnaðarfulltrúi um árabil. Sat á Bún-
aðarþingi 1932—1965 og í landnámsstjórn um hríð. Kjörinn heiðurfélagi
Búnaðarfél. Isl. 1965. I framkvæmdanefnd mæðiveikivarna 1937—1942.
Starfaði i milliþinganefndum, kjörnum af Alþingi og enn öðrum kosnum
af Búnaðarþingi. I stjórn Stéttarsamb. bænda frá stofnun þess 1945 til
1961, í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947—1961. í fasteignamatsn.
Skagafjarðars. 1938—1942. í stjórn Kaupfél. Skagf. 1919—1928, í
stjórn Sláturfél. Skagf. 1928—1945 og formaður frá 1938. í stjórn
Búnaðarsamb. Skagaf. frá stofnun þess 1931 til 1965. Einn helztur hvata-
maður að stofnun Sögufél. Skagf., í stjóm þess frá öndverðu 1937 til
1930 og formaður um hríð. Kjörinn heiðurfélagi á 30 ára afmæli félagsins.
I útgáfunefnd Skagfirzkra fræða frá 1937. Var lengi í stjórn Bóka- og
héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Jón var frumkvöðull að viðgerð og varð-
veizlu á Glaumbæjarbænum, átti manna mestan þátt í stofnun og við-
gangi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ, formaður stjórnar safnsins frá
upphafi. Hann var á sínum tima einn af stofnendum Ungmennasamb.
Skagafj. og kjörinn heiðursfélagi þess fyrir nokkmm ánun. Jón var sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar 1951.
Jón á Reynistað kom víða við, svo sem hér má sjá; er þó naumast full-
talið. Jón var ötull starfsmaður á hvaða sviða sem var, svo á Alþingi sem
annars staðar. Þó munu störf hans á Alþingi eigi endast honum til lang-
lífis, né heldur afskipti hans af almennum málurn heima í héraði. Þar
ber annað hærra. Jón var þjóðlegur maður á alla grein, mikill Islendingur,
enn meiri Skagfirðingur. Hann var í eðli sínu rakinn fræðimaður, vel að
sér í seinni tíma persónusögu skagfirzkri og þó einkum ættvísi. Hann var
lífið og sálin í Sögufélagi Skagfirðinga, réð mestu um útgáfu flestra rita
félagsins og vann þar mikið og gott starf, sem lengi mun halda nafni hans
á lofti. Hann var ritstjóri og aðahöfundur Jarða- og búendatals i Skagafirði
1781—1958, sem er undirstöðurit og einstakt í sinni röð. Hug sinn til
skagfirzkra fræðistarfa sýndu þau Reynistaðarhjón með myndarlegu fram-