Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 65

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 65
GLOÐAFEYKIR 63 lagi til stofnunar sjóðs (1963), er ber nafnið Fræðasjóður Skagfirðinga og er ætlað að styrkja rannsóknir á skagfirzkri sögu og fróðleik hvers konar svo og ættvísi. Jón var að skapferli meiri sérhyggjumaður en samhyggju, félagshyggju. Því urðu störf hans og áhrif til framdráttar skagfirzkum félagsmálum og menningarmálum öðrum en þeim, er að fræðistörfum lutu og öðrum þeim skyldum, ýmist minni eða mjög á annan veg en margur hefði kosið og aðstaða hans mátti endast til. Árið 1913 kvæntist Jón Sigrúnu Pálmadóttúr prests í Hofsós Þórodds- sonar bónda í Garði suður, Magnússonar bónda á Eyvindarstöðum á Alftanesi, Gestsonasr, og konu hans Onnu Jónsdóttur próf. Hallsonar í Glaumbæ. Anna var ekki hjónabandsbarn. Móðir hennar var Valgerður, síðar húsfr. á Vöglum í Blönduhlíð, Sveinsdóttir Guðmundssonar og Onnu Magnúsdóttur frá Gilsbakka í Austurdal. Voru þau Jón og Sigrún hálf- systkinabörn. Þau eignuðust þrjú börn, tvö dó í bernsku en upp komst Sigurður, bóndi og hreppstj á Reynistað. Frú Sigrún Pálmadóttir er mikil atorkukona, gædd höfðingslund og mikilli reisn. Jón á Reynistað var meðalmaður á velli og liðlega vaxinn, holdskarpur, andlitsfríður, svipurinn markaður festu og alvöru. Hann var greindur vel, minnugur og mannfróður, sá lengra aftur en fram. Hann var skapsmuna- maður og kappsfullur, en fór vel með. Greiðvikinn var hann og hjálpsamur og frábærlega gestrisinn. Hann var með nokkrum hætti einstefnumaður og eigi með öllu laus við þrályndi á stundum, var þó gott með honum að vinna að öllum jafnaði, enda prúðmenni mesta og drengur góður. Jón á Stað unni héraði sínu og óðali um annað fram. Og hann bar gæfu til að marka spor í menningarsögu héraðsins með miklu og óeigin- gjörnu starfi í þágu skagfirzkra fræða. GUÐLEIF GUÐMUNDSDÓTTIR, húsfr. á Sauðárkr., lézt 8. ágúst 1972. Hún var fædd að Egg í Hegranesi 22. júlí 1892, dóttir Guðmundar lausamanns þar Eldjárnssonar bónda á Miklahóli í Viðvíkursveit, Eld- iárnssonar bónda í Asgeirsbrekku, Hallsteinssonar, og unnusm hans Hólm- fríðar Jónsdóttur frá Efra-Hóli í Óslandshlíð (húsmannsbýli við Undhól). Guðleif missti föður sinn 6 ára gömul, fór barn að aldri til þeirra Hellulandshjóna, Sigurðar hreppstj. Ólafssonar og Önnu Jónsdóttur og var hjá þeim fram um fermingaraldur. Fór eftir það að vinna fyrir sér og var langvistum á Ríp, fyrst hjá Markúsi bónda Arasyni og seinni konu hans Ragnheiði Eggertsdóttur og síðan hjá fósmrsyni þeirra hjóna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.