Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 67
GLOÐAFEYKIR
65
árin tvö voru þau ungu hjónin í Bjarnastaðahlíð hjá foreldrum Snjólaugar,
en árið 1925 reistu þau bú á Hafgrímsstöðum og bjuggu þar góðu og
snotru búi meðan bæði lifðu. Var Elí hagur á hendur sem þeir frændur
fleiri, góður verkmaður en heilsuveill löngum og gat því eigi beitt sér
svo sem eðli og áhugi stóð til.
Þau hjón eignuðust 6 börn og komust 4 til aldurs: Auðbjörg, húsfr.
á Akranesi, Elín, ógift, vinnur á Álafossi, Guðmundur, bílstj. og bóndi á
Hafgrímsstöðum, Ingibjörg, húsfr. á Akureyri. Tveir drengir dóu í bernsku,
annar á 1. ári, hinn 8 ára.
Elí HóLm var í hærra lagi, grannvaxinn og grannleitur. Hann var
greindur vel, viðræðugóður, prúðmenni mesta, notalegur og hlýr í viðmóti,
hljóðlátur og eigi hávaðasamur, kíminn í hófi, vinsæll maður og vel
metinn. „Hann hafði ákveðnar skoðanir og hélt fast við þær, vildi ekki
hafa afskipti af því sem eigi snerti hann beint, en var þó félagshyggju-
maður og studdi þau mál, er til framfara horfðu. Hann var hjálpsamur
ef til hans var leitað og drengur hinn bezti".
BRYNJÓLFUR DANÍVALSSON, verkam. á Sauðárkr., lézt 14. sept.
1972.
Hann var fæddur í Selhaga á Skörðum 17. júní 1897. Foreldrar: Daní-
val, bjó víða og siðast á Litla-Vatnsskarði,
Kristjánsson, bónda á Strjúgsstöðum í Langa-
dal (drukknaði niður um ís á Blöndu áður
en Daníval fæddist), Guðmundssonar, og kona
hans Jóhanna Jónsdóttir bónda í Merkigarði í
Tungusveit, Jónssonar, og konu hans Ingibjarg-
ar Pétursdóttur.
Brvnjólfur óx upp með foreldrum sínum —
fyrstu 4 árin í Selhaga, þá 2 ár í Ulfagili á
Laxárdtl fremra og síðan á Litla-Vatnsskarði.
Var systkinahópurinn stór, því að 8 voru börn
þeirra Litla-Vatnsskarðshjóna og dæmr tvær Brynjólfur Danivaisson
hafði Daníval eignazt áður en hann giftist.
Ungur að árum fór Brynjólfur að vinna fyrir sér og var nokkur ár
í vistum þar vestra, einkum á vetrum. Hingað til Skagafjarðar hvarf hann
árið 1919 og átti hér heima síðan. Var við búnaðarnám á Hvanneyri
vemrinn 1919—1920 og síðan í vist næsm árin, smndum kaupamaður,
smndum vetrarmaður, svo sem á Hafsteinsstöðm, Sjávarborg og Sauðá.
Arið 1927 stofnaði Brynjólfur heimili á Sauðárkróki ásamt með