Glóðafeykir - 01.11.1977, Side 68
66
GLOÐAFEYKIR
eftirlifandi eiginkonu sinni, Emilíu Lárusdóttur bónda 1 Skarði, Stefáns-
sonar, og seinni konu hans Sigríðar Sveinsdóttur. Er Emilía alsystir Vil-
helms á Sævarlandi, sjá Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 6l. Börn þeirra hjóna
eru 5: Sveinn, bús. í Keflavík suður, Ragnbeiður, ljósmóðir í Keflavík,
Stefanía, húsfr. á Hvolsvelli, Jóhanna, hjúkrunarkona, húsfr. á Hawai-
eyjum, Erla, yngst, hefur ávallt dvalið í foreldrahúsum. Aður hafði Brynj-
ólfur eignazt son með Steinunni Hansen frá Sauðá: Björgvin, sem nú er
sparisjóðsstjóri á Skagaströnd.
Brynjólfur stundaði löngum verkamannavinnu á Sauðárkróki en rak þar
jafnframt nokkurn búskap, enda mjög hneigður fyrir skepnur, einkurn
kindur, og hafði af þeim yndi og arð. Hann var einlægur dýravinur og
mikill fyrirgreiðslumaður um skepnur, var og kjörinn til að annast fjall-
skilastjórn fyri Sauðkrækinga um árabil. Fleiri trúnaðarstörf voru honum
falin, sat m.a. eitt kjörtímabil í bæjarstjórn Sauðárkr.
Brynjólfur Danívalsson var meðalmaður á hæð, grannvaxinn, togin-
leitur, móeygur, stillilegur á svip. Hann var greindur maður, hægur í
fasi og hlédrægur, mikill trúleiksmaður. Hann var vinsæll maður, heill í
skoðunum, einlægur og hreinskiptinn og vildi ávallt gera rétt. Síðustu
árin tvö til þrjú var hann farinn að heilsu.
SIGURÐUR P. JÓNSSON, kaupm. á Sauðárkr., lézt þ. 15. sept. 1972.
Hann var fæddur á Sauðárkróki 10. okt. 1910, sonur Jóns verzlunarm.
Daníelssonar, bónda á Skáldstöðum í Eyjafirði, Daníelssonar bónda í Gull-
brekku, Daníelssonar, og konu hans Ingi-
bjargar Þorgrímsdóttur.
„Nýfæddur missti hann móður sína og var
fyrsm misserin hjá Rósu föðursystur sinni og
manni hennar Pétri Sighvatssyni, en fór síðan
í fóstur til föðurbróður síns, Sigurgeirs Daníels-
tonar kaupmanns og konu hans Jóhönnu Jóns-
dóttur" (G. S.).
Sigurður átti alla ævi heima á Sauðárkróki.
Snemma sótti hann sjóinn og hafði ávallt
síðan áhuga á útgerð og sjósókn. Hann stundaði
nám við Verzlunarskóla íslands, gerðist kaup-
maður og rak verzlunina „Drangey". Upp úr
1950 gerðist hann starfsmaður Sparisjóðs Sauðárkróks og síðar útibús
Búnaðarbankans, mörg hin síðari ár gjaldkeri, og vann þar unz þrotinn
var að starfsþreki. Jafnframt ráku þau hjónin verslunina, sem að vísu var
Sig-urður P. Jónsson