Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 69

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 69
GLOÐAFEYKIR 67 aldrei stór. Sigurður var kosinn í hreppsnefnd Sauðárkróks 1946 og ári síðar í bæjarstjórn, er Sauðárkrókur hlaut kaupstaðaréttindi. Er það, m.a., til marks um vinsældir hans og traust, er til hans var borið, að í bæjarstjórn sat hann óslitið til 1965, er hann gaf þess eigi lengur kost. Sigurður P. Jónsson — Siggi í Drangey, eins og hann jafnan var nefndur af kunningjum — var félagslyndur maður og ágæmr liðsmaður margvís- legra félagssamtaka. Hann var áhugamaður um íþróttir. Hann starfaði m.a. í Leikfélagi Sauðárkróks og Lúðrasveit Sauðárkr. Hann var ágætlega söngvinn og unni tónlist og söng um annað fram. Hann söng með karla- kómm og með Kirkjukór Sauðárkrókskirkju söng hann frá unglingsárum og allt þar til heilsan þraut. Hann hafði tiltakanlega djúpa og blæfagra bassarödd. Arið 1933 kvæntist Sigurður Ingibjörgi/ Eiríksdóttur bónda og smiðs í Djúpadal, Jónssonar bórda þar, Jónssonar, og konu hans Sigríðar Hannes- dóttur bónda í Axlarhaga, Þorlákssonar bónda á Yzm-Grund, Jónssonar, en kona Hannesar í Axlarhaga og móðir Sigríðar var Ingibjörg Þorleifs- dóttir bónda á Botnastöðum í Svartárdal vesmr, Þorleifssonar ríka í Stóra- dal. Voru þau bræðrabörn, Sigríður í Djúpadal og Magnús hreppstjóri á Frostastöðum. Tveir em synir þeirra hjón, Sigurðar og Ingibjargar: Sigurgeir, sveitar- stjóri í Seltjarnarneshr. (nú bæjarstj.) og Eiríkur, bílstjóri (nú sjómaður) á Sauðárkróki. Sigurður P. Jónsson var þreklegur meðalmaður á vöxt. Hann var dökkur á brún og brá, fríður maður hvar sem á var litið, svipurinn heiður og hýr, geðfarið hlýtt og ljúft. Hann var einstakt prúðmenni, glaður jafnan í viðmóti og eigi marglyndur, orðstillmr og allur gæfusamlegur. „Hann kom alls staðar fram til góðs og vildi öllum vel". (G. S.). JÓHANN ÓLAFSSON, f. bóndi í Miðhúsum í Óslandshlíð, lézt þ. 30. sept. 1972. Hann var fæddur i Graíargerði á Höfðaströnd 10. sept. 1891, sonur Olafs, síðast bónda í Svínavalkoti i Unadal, Kristjánssonar bónda í Snorra- gerði í Slétmhlíð, Guðmundssonar, og konu hans Engilráðar Kristjáns- dótmr bónda á Hugljótsstöðum, Jónssonar, en kona Kristjáns og móðir Engilráðar var Guðrún Þorláksdóttir. Jóhann ólzt upp með foreldrum sínum á hálfgildings hrakhólum í Hofshreppi unz hann, um 10 ára aldur, fór til föðurbróður síns, Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlið, Kristjánssonar, og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur; með þeim hjónum dvaldist hann síðan til fullorðinsára.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.