Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 70
68
GLOÐAFEYKIR
Hann stundaði nám í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1911.
Arið 1924 kvæntist Jóhann frændkonu sinni og fóstursystur, Guðleifu
Jóbannsdóttur á Krossi. Reistu þau þegar bú á Krossi og bjuggu þar til
1928, þá 1 ár í Langhúsum (nú Asgarður) í
Viðvíkursveit, Enni í sömu sveit 1929—1931,
í Garðakoti í Hjaltadal 1931—1933, í Saur-
bæ í Kolbeinsdal 1933—1936, fóru þá búi
sínu að Miðhúsum og bjuggu þar óslitið til
1970, er þau brugðu búi og færðu byggð sína
út í Hofsós. Framan af árum urðu þau hjón
að búa við þá bágu kosti, er af hrakhólabúskap
leiða, en eftir að þau hlutu varanlega bólfestu
í Miðhúsum, gekk hagur þeirra fram. Jóhann
var óvenju rærfærinn við skepnur, varð sveit-
ungum sínum oft að miklu liði og hlaut fyrir
óskorað lof.
Jóhann í Miðhúsum gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat
m.a. í hreppsnefnd allmörg ár sem og í skattanefnd; reyndist þar sem ella
gætinn og tillögugóður að kunnugra manna sögn. Hann var áhugasamur
ungmennafélagi, kom mjög við sögu u.m.f Geisla í Oslandshlíð og kjörinn
heiðursfélagi fyrir allmörgum árum.
Sonur þeirra Jóhanns og Guðleifar er Bjarni, skólastjóri, í Mýrakoti á
Höfðaströnd. Dótmr eignuðust þau, Jóhönnu, er lézt í fyrstu bernsku.
Jóhann Olafsson var naumlega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
þykkur undir hönd, fullur að vöngum, rjóður í andliti, rauðbirkinn á hár.
Hann var prýðilega gefinn, glöggur á menn og málefni, gleðimaður og
hlýr í umgengni, frábærlega vinsæll „uppáhald allra, er honum kynnmst",
segir merkur maður og honum nákunnugur. Hagyrðingur var hann ágætur,
á stökur og kvæði í Skagfirzkum ljóðum og víðar (tímar. Samv.). Vísna-
þátmr eftir hann kom í Glóðaf. 1972, 13 h., en eigi kom þátturinn fyrir
augu Jóhanns, því að hann lézt meðan heftið var í prenmn.
Er að enda æviveginn,
orka og fjörið dvín;
hef nú lifað hérna megin
hinztu jólin mín.
Svo mælti hann af munni fram eigi alllöngu fyrir andlát sitt.