Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 70

Glóðafeykir - 01.11.1977, Blaðsíða 70
68 GLOÐAFEYKIR Hann stundaði nám í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1911. Arið 1924 kvæntist Jóhann frændkonu sinni og fóstursystur, Guðleifu Jóbannsdóttur á Krossi. Reistu þau þegar bú á Krossi og bjuggu þar til 1928, þá 1 ár í Langhúsum (nú Asgarður) í Viðvíkursveit, Enni í sömu sveit 1929—1931, í Garðakoti í Hjaltadal 1931—1933, í Saur- bæ í Kolbeinsdal 1933—1936, fóru þá búi sínu að Miðhúsum og bjuggu þar óslitið til 1970, er þau brugðu búi og færðu byggð sína út í Hofsós. Framan af árum urðu þau hjón að búa við þá bágu kosti, er af hrakhólabúskap leiða, en eftir að þau hlutu varanlega bólfestu í Miðhúsum, gekk hagur þeirra fram. Jóhann var óvenju rærfærinn við skepnur, varð sveit- ungum sínum oft að miklu liði og hlaut fyrir óskorað lof. Jóhann í Miðhúsum gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat m.a. í hreppsnefnd allmörg ár sem og í skattanefnd; reyndist þar sem ella gætinn og tillögugóður að kunnugra manna sögn. Hann var áhugasamur ungmennafélagi, kom mjög við sögu u.m.f Geisla í Oslandshlíð og kjörinn heiðursfélagi fyrir allmörgum árum. Sonur þeirra Jóhanns og Guðleifar er Bjarni, skólastjóri, í Mýrakoti á Höfðaströnd. Dótmr eignuðust þau, Jóhönnu, er lézt í fyrstu bernsku. Jóhann Olafsson var naumlega meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og þykkur undir hönd, fullur að vöngum, rjóður í andliti, rauðbirkinn á hár. Hann var prýðilega gefinn, glöggur á menn og málefni, gleðimaður og hlýr í umgengni, frábærlega vinsæll „uppáhald allra, er honum kynnmst", segir merkur maður og honum nákunnugur. Hagyrðingur var hann ágætur, á stökur og kvæði í Skagfirzkum ljóðum og víðar (tímar. Samv.). Vísna- þátmr eftir hann kom í Glóðaf. 1972, 13 h., en eigi kom þátturinn fyrir augu Jóhanns, því að hann lézt meðan heftið var í prenmn. Er að enda æviveginn, orka og fjörið dvín; hef nú lifað hérna megin hinztu jólin mín. Svo mælti hann af munni fram eigi alllöngu fyrir andlát sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.