Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 72

Glóðafeykir - 01.11.1977, Page 72
70 GLOÐAFEYKIR Arni Jónsson var í hærra lagi, grannvaxinn, holdskarpur, íölur á yfirlit, sviphlýr og geðfelldur. Hann var höfðingi 1 ltmd, hugulsamur og greið- vikinn, vildi allt fyrir alla gera enda hverjum manni kær, þeim er honum kynntist. Hann var listfengur, tilfinningamaður og viðkvæmur, unni öllu, sem fagurt var, lifði lífi sínu í góðvild til allra, öðlingsmaður á hverja grein. JÓN JÓNSSON frá Hafsteinsstöðum, síðast bóndi á Gýgjarhóli, lézt þ. 5. nóv. 1972. Hann var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 21. maí 1888, sonur Jóns bónda þar, hreppstj. og dbrm., Jónssonar, og konu hans Steinunnar Arnadóttur frá Yzta- Mói. Var Jón albróðir Arna J. Hafstað sjá Glf. 1975, 16. h. bls. 57. Jón óx upp með foreldrum sínum á Haf- steinsstöðum. Stundaði nám í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi 1908. Bóndi á Hafsteinsstöðum 1919—1940, þá í Steinholti hjá Vík til 1952 er þeir feðgar, Jón og Ingvar sonur hans, reistu nýbýlið Gýgjarhól í landi Hafsteinsstaða, fluttu þangað og bjuggu þar í félagi nokkra smnd unz Jón hætti búsýslu fyrir allmörgum árum, en dvaldist eftir það ásamt með konu sinni hjá syni sínum og tengdadóttur á Gýgjarhóli; var Jón blindur síðustu árin en lét eigi á sér festa, enda þrekmenni andlega jafnt sem líkamlega. Jón á Gýgjarhóli var mikill atorkumaður, hraustmenni og vinnugarpur. A efri árum átti hann við vanheilsu að stríða, þjáðist mjög af astma, svo að stundum þótti tvísýnt hversu fara mundi. En er í milli varð og af bráði, tók hann upp þráðinn að nýju við sín venjulegu bústörf eins og ekkert hefði í skorizt". Arið 1926 kvæntist Jón Olgu Sigurbjörgu Jónsdóttur bónda á Kimba- stöðum í Borgarsveit, Jónssonar bónda í Merkigarði í Tungusveit, Jóns- sonar, og bústýru hans Bjargar Sigurðardóttur bónda í Vatnskoti í Hegranesi, Stefánssonar, og konu hans Þorbjargar Guðmundsdóttur. „Björg var skörungskona, glæsileg og vel gefin". Hálfbróðir Sigurbjargar sam- feðra var Pétur verkstjóri, sjá Glóðaf. 5. h. bls. 28. Synir þeirra hjóna eru tveir: Jón Hafsteinn, kennari við Menntaskólann á Akureyri og Ingvar Gýgjar, bóndi á Gýgjarhóli og byggingarfulltrúi.. Jón á Gýgjarhóli var mikill maður vexti, hár og þrekinn og beinn i Jón Jónsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.