Skírnir - 01.01.1983, Side 194
SKÍRNIR
188 ÓLAFUR JONSSON
lang, eins og líka Marjasi, miklu alvörugefnara sálfraeðilegt yrkisefni; þá
verður vönclurinn í sögulokin svo sem ígildi harðneskju, hugmynda þeirra
um karlmennsku sem móta umhverfi stráks í uppvextinum og ef til vill
manninn sjálfan á ókominni ævi. Og sálfræðilega efnið vex svo sem af sjálfu
sér af hinu félagslega, alvaran af skopinu, huglæg merking af hlutlægri. En
hvor sagan skyldi nú vera „betri“ — Angalangur, af þvi að hún gerir öllu
sínu efni skil innan ramma sem sagan setur því sjálf, eða kannski Marjas, af
því að hún reynir að læsa meira í málið en efni sögunnar i rauninni megn-
ar? Nema greinarmunur þeirra, að því leyti sem vert er að mismuna tveim-
ur góðum sögum, liggi í einhverju allt öðru, kannski sjálfri bernskureynsl-
unni í sögunum frekar en neinskonar útleggingu af henni. Ef Marjas verð-
ur þá um síðir ofan á má vera það stafi af Grími, Möngu, Jónasi frekar
en hinum íbyggna sögumanni og blessaðri fóstru hans.
Svo mikið er víst að mikil eftirtekt beinist í smásögum alveg frá byrjun
þeirra að börnum og gamalmennum, einstæðingum og umkomulausu fólki
— eins og Ijóst má vera ef upphaf reglulegra smásagna er fundið hjá höf-
undum eins og Gesti Pálssyni, Einari Kvaran í sögunr eins og Grímur
kaupmaður deyr eða Vonum, Fyrirgefningu, Þurrki. Og þetta er auðvitað
ekkert einsdæmi þessara höfunda né íslenskrar smásagnagerðar. Áhugi smá-
sögunnar á allskonar utangarðsfólki, og þar með utangarðsnranninum sem
mannlegu reynsludæmi, hefur einmitt verið hafður til marks um róman-
tískt eðli og innræti þessa frásagnarforms. í íslenskum smásögum er eins
og vænta mátti margt um sögur af slíkum og þvílíkum einstæðingum, og í
sjálfu sagnavalinu er þar með falið mat á þróun þessa yrkisefnis í fram-
vindu íslenskrar smásagnagerðar. Efasemi lesanda um sagnavalið i íslenskar
smásögur stafar af því á meðal annars að engin augljós rök eru fyrir því að
taka smælingjasögur eins og Siggu-Gunnu, Hégóma eftir Þóri Bergsson, Hall-
dór Stefánsson fram yfir marga aðra og fjölbreyttari úrkosti, annarskonar yrk-
isefni í sögum þeirra. Þaðan af síður verður það séð af sögum til dæmis
Kristjáns Albertssonar, Matthíasar Johannessens, Marcel vegabónda og Sunnu-
dagspredikun, að einstæðingar þeirra eigi heima með öðrum sínum líkum í
hópi hinna bestu smásagna um þessar algengu manngerðir í smásögum.
Svipað er að segja um dýrasöguna, algenga sagnagrein lengi frameftir og
einatt haldið að börnum. Hér er snilldarsaga af því tagi, Fölskvi eftir Þor-
gils gjallanda í fyrsta bindi safnsins. En af hverju að taka þá upp alveg
úrkynjað afbrigði greinarinnar, Laun dyggðarinnar eftir Steindór Sigurðs-
son og á að vera dæmisaga um hernámið í stríðinu?
Einstæðingana í sögum hinna eldri höfunda má einatt sjá og nema sem
veruleikans dæmi, afdrif þeirra sýnd og skýrð í raunhæfn félagslegu sam-
hengi, hvað sem annars má lesa í mál þeirra. En hvað urn seinni sögur
með félagslegum efnivið — Guð og lukkuna eftir Guðmund Hagalín, Lífið í
brjósti manns eftir Indriða G. Þorsteinsson, hvortveggja sögur sem geyma
heilmikla samfélagslýsingu? Eða aðrar sögur og minni fyrir sér — Skulda-
skil eftir Sigurð Róbertsson, Leikföngin eftir Elías Mar? Annarsvegar sög-