Skírnir - 01.09.1989, Blaðsíða 14
264
HELGA KRESS
SKÍRNIR
þess að vera barn og fullorðinn, þrettán ára og ófermdur. „Systir-
in“ sem hann kallar svo er hins vegar tveimur árum eldri, „fulltíða
kvenmaður, og fermd fyrir meir en ári“ (13). I samræmi við það er
hann nafnlaus í sögunni, en hún ber fullt nafn og heitir Hildur
Bjarnadóttir. Af þessu vandamáli sprettur sagan. Systirin er sífellt
að niðurlægja hann, m. a. með því að kalla hann „skýrleiks barn“
(9) og vera alltaf að minna hann á hvað hann sé lítill. A frændinn
enga ósk heitari en verða stór, þ.e. að fullorðnum karlmanni, og fá
fyrir það viðurkenningu í augum samfélagsins og systurinnar.
Þau frændsystkin eru systrabörn og bæði móðurlaus, auk þess
sem frændinn hefur einnig misst föður sinn. Hafa þau alist upp
saman frá barnsaldri hjá prestinum föður hennar, sem er „ríkis-
maður“ (10) og býr með „bústýru“ (10) eða „ráðskonu“ (11), sem
frændinn uppnefnir og kallar digru Guddu. Systirin kallar hana
hins vegar sínu rétta nafni sem er Guðríður.17Er þessu móðurlausa
samfélagi lýst sem algeru feðraveldi, þar sem faðirinn er ekki einu
sinni náttúrulegur faðir, heldur þjóðfélagslegur:
Hann var aldrei harður við mig, og ekki man ég til hann ofbyði mér nokk-
urn tíma, hvað sem ég átti að nema eða vinna, en heldur var hann strangur
í útliti, og aldrei svo blíður eða eiginlegur í máli, að ég gæti fest ást á honum;
mér lá alltaf við að hræðast hann, og aldrei var ég eins glaður eða upplits-
djarfur, og ég reyndar átti að mér, þegar ég sá hann einhverstaðar í nánd við
mig. Samt sem áður virti ég hann, eins og hann væri faðir minn, og vildi
honum vel af heilum hug. (11)
í grein sem ber nafnið „Romantic Quest and Conquest" og birt-
ist í safnritinu Romanticism and Feminism bendir Marlon B. Ross
á það að leitin að skáldlegri sjálfsvitund, sem sé svo ríkt einkenni á
bókmenntum rómantíkurinnar, tengist mjög hugmyndum skálds-
ins um karlmennsku og sjálfsímynd þess sem karlmanns. Að verða
skáld er það sama og að ná karlmannlegum þroska.18
Frændsystkinin í „Grasaferð“ eru bæði skáld. Andstætt föðurn-
um sem er aldrei „blíður eða eiginlegur í máli“ tala þau í
myndhverfingum og leggja út af því sem þau heyra og sjá. Munur-
inn á þeim er þó sá að systirin bælir sköpunarþrá sína og yrkir í
leyni, vel meðvituð um að hún er kona, en frændinn heldur skáld-